Finnst gaman að útskýra fyrir öðrum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 08:45 Julia og Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti. Vigdís var verndari verðlaunanna og afhenti þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Mynd/Sigrún Björnsdóttir Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Julia Newel var ein þeirra 57 reykvísku grunnskólanemenda sem hlutu Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík á degi íslenskrar tungu. Julia er tólf ára nemandi í Fellaskóla í Breiðholti. Hún fékk verðlaunin fyrir að taka stöðugum framförum og búa yfir ákveðinni færni í ræðu og riti sem skarar fram úr, ásamt því að túlka fyrir pólska samnemendur sína. Hún var að vonum glöð þegar hún tók við verðlaununum. „Mér fannst það gaman. Ég er stolt yfir því að hafa verið valin,“ segir hún. Julia fæddist á Íslandi og þó hún sé svona góð í íslensku þá er stærðfræði uppáhaldsfag hennar í skólanum. Skyldi hún fara oft til Póllands. „Mamma og pabbi eru bæði frá Póllandi og ég hef farið þangað á hverju ári síðan ég fæddist. Ég fór þangað til dæmis í sumar, hitti fjölskylduna mína og gerði margt skemmtilegt.“ Spurð hverrar þjóðar bestu vinir hennar séu svarar Julia: „Þeir eru frá mörgum löndum. Í bekknum mínum eru krakkar frá tíu löndum.“ Helsta áhugamál Juliu er dans. „Ég æfi dans í World Class,“ upplýsir hún og bætir við: „En eitt af því sem einkennir mig er að ég er mjög tapsár. Þess vegna finnst mér mikilvægt að læra vel fyrir próf því mig langar að fá háar einkunnir.“ Miðað við vitnisburðinn sem vísað er til í byrjun um að Julia sé dugleg að túlka fyrir pólska samnemendur sína kemur ekki á óvart hvað hana langar að verða þegar hún verður stór og af hverju. „Mig langar að verða kennari því mér finnst gaman að tala. Og þegar ég er búin að læra eitthvað vel finnst mér gaman að útskýra það fyrir öðrum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira