Krísan yfirstaðin: Haukar hafa unnið síðustu þrjá leiki með samtals 36 mörkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2016 14:15 Vörn Selfoss réði ekkert við Adam Hauk Baumruk í gær en skyttan unga skoraði 11 mörk. vísir/anton Haukar hafa verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í upphafi vetrar og töpuðu fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni. Þá duttu Haukar líka úr leik fyrir sænska liðinu Alingsås í EHF-bikarnum. Nú er öldin önnur. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og líta gríðarlega vel út. Haukar byrjuðu á því að vinna Stjörnuna, 28-33, og Gróttu, 34-32, en það er í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa virkilega blómstrað. Í síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Gunnar Magnússon hefur barið í brestina hjá Haukum sem eru komnir á sigurbraut.vísir/antonÍ síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Haukar unnu Eyjamenn með átta mörkum, Aftureldingu með átján mörkum og Selfoss með tíu mörkum í gær. „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel,“ bætti þjálfarinn við en hann leitaði til vinar síns, Dr. Viðars Halldórssonar, þegar sem verst gekk hjá Haukum.Doktorinn sem hjálpaði Haukum.vísir/hjörturh„Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is. „Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Haukar eru núna í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Haukar mæta Val á heimavelli í næstu umferð. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00 Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Haukar hafa verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í upphafi vetrar og töpuðu fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni. Þá duttu Haukar líka úr leik fyrir sænska liðinu Alingsås í EHF-bikarnum. Nú er öldin önnur. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og líta gríðarlega vel út. Haukar byrjuðu á því að vinna Stjörnuna, 28-33, og Gróttu, 34-32, en það er í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa virkilega blómstrað. Í síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Gunnar Magnússon hefur barið í brestina hjá Haukum sem eru komnir á sigurbraut.vísir/antonÍ síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Haukar unnu Eyjamenn með átta mörkum, Aftureldingu með átján mörkum og Selfoss með tíu mörkum í gær. „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel,“ bætti þjálfarinn við en hann leitaði til vinar síns, Dr. Viðars Halldórssonar, þegar sem verst gekk hjá Haukum.Doktorinn sem hjálpaði Haukum.vísir/hjörturh„Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is. „Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Haukar eru núna í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Haukar mæta Val á heimavelli í næstu umferð.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00 Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45
Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00
Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15