Innlent

Þyrlan kölluð út eftir alvarlega líkamsárás á Höfn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld eftir alvarlega líkamsárás á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfestir lögreglan á Höfn í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

mbl.is greindi fyrst frá, en þar segir að læknir hafi óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar þar sem ljóst væri að sjúkraflugvél gæti ekki lent vegna veðurs. Að sögn lögreglu er þyrlan á leið til Reykjavíkur.

Uppfært 22:30:

Að sögn lögreglu á Höfn var um árás í heimahúsi að ræða.

Uppfært 22:38:

Eftirfarandi tilkynning var send út á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi:

„Lögregla á Suðurlandi mótttók kl. 18:56 í kvöld tilkynningu um líkamsárás í heimahúsi á Höfn í Hornafirði. Árásaraðili var handtekinn á staðnum. Verið er að flytja árásarþola með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands til rannsókna á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Báðir málsaðilar voru fullorðnir karlmenn.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar. Unnið er að rannsókn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×