Innlent

Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára frænku

Atli Ísleifsson skrifar
Upphaf málsins má rekja til 3. október 2013 þegar konan, þá rétt komin á þrítugsaldur, mætti á lögreglustöð ásamt lögmanni sínum og lagði fram kæru á hendur frænda sínum.
Upphaf málsins má rekja til 3. október 2013 þegar konan, þá rétt komin á þrítugsaldur, mætti á lögreglustöð ásamt lögmanni sínum og lagði fram kæru á hendur frænda sínum. Vísir/GVA
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir  fyrir kynferðisbrot gegn frænku sinni þegar hún var þrettán og fimmtán ára gömul. Dómurinn staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en manninum var einnig gert að greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur.

Brotin áttu sér stað árið 2005 eða fyrir um ellefu árum þar sem stúlkan var tíður gestur á heimili frænda síns en þau voru systrabörn.

Ákæran á hendur manninum var í sex liðum. Var hann sakfelldur í öllum liðum en fjögur brotanna voru þó fyrnd. Hann var dæmdur fyrir að hafa „haldið henni niðri, þar sem hún lá á rúmi hans, strokið líkama hennar og rass, og þrátt fyrir að hún bæði hann um að hætta, tekið í buxnastreng hennar, sett titrara inn fyrir buxur hennar og inn í kynfæri hennar og kveikt á titraranum, sett hönd hennar á getnaðarlim hans og látið hana fróa honum, og síðan sett getnaðarliminn í munn hennar, haldið um hnakka hennar og látið hana hafa við hann munnmök þar til hann fékk sáðlát,“ eins og segir í ákæru.

Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa sama ár „beðið hana um að nudda bert bak hans, þar sem hann lá á rúmi sínu, þannig að hún sat klofvega yfir rassi hans, síðan snúið sér við þannig að hún sat klofvega yfir kynfærasvæði hans og beðið hana um að nudda bera bringu hans, strokið mjaðmir hennar og rass utan klæða og hreyft hana til í samfarahreyfingum.“

Í frétt Vísis um dóm héraðsdóms frá í febrúar kom fram að upphaf málsins mætti rekja til 3. október 2013 þegar konan, þá rétt komin á þrítugsaldur, mætti á lögreglustöð ásamt lögmanni sínum og lagði fram kæru á hendur frænda sínum.

Ákæruvaldið krafðist þess að staðfest yrði niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða samkvæmt 1. og 2. ákærulið en hann yrði sakfelldur af þremur ákæruliðum til viðbótar. Þá krafðist ákæruvaldið að refsing ákærða yrði þyngd.

Ítarlega var fjallað um dóm héraðsdóms í febrúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×