Sport

Telur að Conor gæti rotað Mayweather í hnefaleikum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það myndu margir vilja sjá Conor og Mayweather berjast.
Það myndu margir vilja sjá Conor og Mayweather berjast.
Þjálfari Eddie Alvarez, Mark Henry, var gríðarlega hrifinn af frammistöðu Conor McGregor gegn lærisveini sínum um síðustu helgi.

Þá vann Írinn auðveldan sigur á Alvarez og tryggði sér þar með léttvigtarbeltið hjá UFC.

Boxið hjá Conor var frábært í bardaganum og Alvarez átti engin svör. Nú er byrjað að ræða um hnefaleikabardaga Conor og Floyd Mayweather enn eina ferðina.

„Svona hæfileikar eins og hjá Conor sjást bara einu sinni á hundrað árum. Guð blessaði hann með sveiflu sem ég held ég muni aldrei sjá aftur,“ sagði Henry.

„Fyrir síðustu helgi hefði ég efast um að hann ætti eitthvað erindi í Mayweather en núna held ég að hann geti rotað Mayweather. Ég er ekki að grínast.“

Conor vill fá 100 milljónir dollara fyrir að mæta Mayweather og eru örugglega einhverjir menn að safna þeim peningum núna.

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband

Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York.

Conor McGregor tvöfaldur meistari

UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×