Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Höldum að pillurnar séu lausnin“

Ásgeir Erlendsson skrifar
Rithöfundarnir Unnur Guðrún Pálsdóttir og Þórunn Steinsdóttir segja mátt matar vera mikinn. Rétt mataræði geti fyrirbyggt veikindi. Þær leggja áherslu á mikilvægi fæðu sem forvörn fyrir ýmsa sjúkdóma.

„Við erum stödd á þessum skrýtna stað að við erum nýbúin að uppgötva allskonar nýja tækni,“ segir Unnur.

„Við höldum að pillurnar séu lausnin á öllu. En við þurfum að taka skref tilbaka og muna það sem við vissum í gamla daga, þegar við vorum að nota jurtir og annað til að bæta heilsuna okkar.“

Unnur og Þórunn sýna okkur hvernig má fyrirbyggja klassíska flensu með nokkuð einföldum hætti og hvernig sé best að hefja daginn, í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×