Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 78-94 | KR-ingar gengu frá ÍR í seinni hálfleik Kristinn Páll Teitsson í Hertz-hellinum skrifar 17. nóvember 2016 22:00 Brynjar Þór Björnsson er stigahæsti Íslendingurinn í Domino's deildinni. vísir/anton Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skóp öruggan 94-78 stiga sigur KR á ÍR í Hertz-hellinum í sjöundu umferð Dominos-deild karla Eftir að hafa verið undir mest allan fyrri hálfleikinn hertu KR-ingar skrúfurnar í seinni hálfleik og innbyrtu að lokum sextán stiga sigur. Liðin skiptust á stigum á upphafsmínútum leiksins en ÍR náði frumkvæðinu í fyrsta leikhluta og náði að nýta sér vel kæruleysishátt í sóknarleik KR-inga. ÍR leiddi allan fyrri hálfleikinn en KR-ingar voru aldrei langt undan. Eftir að KR náði forskotinu í upphafi seinni hálfleiks var ekkert aftur snúið. Gestirnir úr Vesturbænum kláruðu leikinn um miðbik fjórða leikhluta og var sigurinn því í höfn töluvert áður en lokaflautið gall.ÍR-KR 78-94 (23-15, 25-31, 12-24, 18-24)ÍR: Matthew Hunter 19/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 14, Vilhjálmur Theodór Jónsson 12, Hjalti Friðriksson 12/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Daði Berg Grétarsson 2.KR: Darri Hilmarsson 22/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Sigurður Á. Þorvaldsson 18/10 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 17/9 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 13, Pavel Ermolinskij 3/8 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 2.Afhverju vann KR?KR er einfaldlega með sterkara lið en ÍR og þegar hlutirnir fóru loksins að smella hjá KR-ingum náðu þeir tökum á leiknum og litu aldrei í baksýnisspegilinn. Góð skotnýting liðsins í fyrri hálfleik hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar varnarleikurinn var ekki nægilega góður og sóknarleikurinn var stirður. Eftir 9-0 kafla KR í upphafi þriðja leikhluta virtust ÍR-ingar ekki einfaldlega hafa orkuna til þess að gera atlögu að forskoti KR-inga. Bestu menn vallarins: Matthew Hunter var sem oft áður stigahæstur í liði ÍR þrátt fyrir að koma inn af bekknum en sóknarleikur liðsins fór að mestu fram í gegnum Matthías Orra Sigurðarson. Þegar KR-ingar náðu að loka betur á hann þá staðnaði sóknarleikur Breiðhyltinga. Í liði KR átti Sigurður Þorvaldsson skínandi leik bæði í vörn og sókn. Lauk hann leik með tvöfalda tvennu, 18 stig og 10 fráköst en hann sýndi á köflum frábæra takta í sókninni. Darri Hilmarsson var atkvæðamestur í liði KR með 22 stig en Brynjar Þór Björnsson bætti við 19 stigum eftir að hafa verið lengi af stað í upphafi leiks.Tölfræði sem vakti athygli:KR-ingar áttu í stökustu vandræðum með að halda boltanum í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir að tapa boltanum tuttugu sinnum í fyrri hálfleik var munurinn aðeins tvö stig í hálfleik. Sama hvert var litið þá misstu KR-ingar boltann í fyrsta leikhluta. Köstuðu þeir boltanum frá sér, stigu útaf vellinum og létu fiska á sig ruðning og enduðu með alls sextán tapaða bolta í einum leikhluta. Hvað gekk illa?Líkt og kom fram hér fyrir ofan áttu KR-ingar í stökustu vandræðum framan af og héldu gæði leikmanna liðsins og skotnýtingin þessu í jöfnum leik framan af. Virtist hugarfarið vera enn á æfingu og létu þeir ÍR-inga ýta sér til og frá.Eftir að KR-ingar vöknuðu til lífsins áttu Breiðhyltingar í miklum erfiðleikum með að setja niður körfu en ÍR var aðeins með 30 stig í seinni hálfleik, nokkur þeirra þegar leikurinn var löngu búinn á móti 58 stigum í fyrri hálfleik. Finnur: Ef við leggjum okkur ekki fram erum við bara miðlungslið„Auðvitað fór þetta í taugarnar á okkur. Sextán tapaðir boltar í einum leikhluta og varnarleikurinn gjörsamlega í molum,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hreinskilinn er hann var spurður út í frammistöðu KR í fyrsta leikhluta. „Við vorum fyrst og fremst ósáttir frekar en að það hafi eitthvað farið um okkur. Við þurfum að komast nær mönnunum og þora að mæta baráttunni og þá kom allt hitt með. “ Þrátt fyrir vandræðin var KR aðeins tveimur stigum undir í hálfleik. „Skotnýtingin er eitt af því fáu sem var jákvætt við fyrri hálfleikinn. Ef við hefðum ekki hitt á frábæra skotnýtni í fyrri hálfleik þá hefði staðan verið töluvert verri í hálfleik,“ sagði Finnur sem sagði KR ekki mega slaka á klónni. „Það eru öll liðin full af leikmönnum sem eru tilbúnir að slást fyrir stigum fyrir liðin sín, ef við höldum að við getum tekið því rólega verður okkur refsað. Ef við leggjum okkur ekki fram erum við bara miðlungslið.“ Finnur hrósaði liðsheildinni í seinni hálfleik. „Strákarnir sem byrja seinni hálfleikinn sendu tóninn sem gerði verkefnið auðveldara fyrir yngri pjakkana sem komu inn í lok þriðja og upphafi fjórða leikhluta. Þeir komu sterkir inn og náðu að brúa bilið vel þar til reynslumeiri leikmenn komu aftur inn,“ sagði Finnur sem lýsti spilamennsku kvöldsins á einfaldan hátt: „Við vorum bara eins og búningurinn okkar, svart og hvítt eftir hálfleikjum,“ sagði Finnur að lokum. Borce: Misstum allan takt í upphafi seinni hálfleiks„Við áttum í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn eftir slaka byrjun á þriðja leikhluta. Þeir byrja á 9-0 kafla og þú getur ekki gefið jafn góðu liði svona kafla því þau refsa,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, að leikslokum í kvöld. „Við misstum taktinn strax í upphafi, misstum sjálfstraustið og strákarnir hættu að tala saman inn á vellinum. Við vorum tíu stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst en við vorum aldrei líklegir.“ Þetta var fimmta tap ÍR eftir aðeins sjö umferðir. „Við náum vonandi að leysa úr þessu sem fyrst, við eigum stóran leik í næstu umferð gegn Þór Akureyri. Við erum loksins með allan leikmannahópinn saman sem er jákvætt en ég er ekki að fá það framlag sem ég ætlast til frá nokkrum leikmönnum.“ Borce hrósaði Hákoni Erni Hjálmarssyni sem kom af krafti inn af bekknum. „Ég vill að leikmenn eins og hann fái 10. mínútur í hverjum leik að minnsta kosti þrátt fyrir að vera svona ungur. Hann kom með kraft af bekknum en hann átti í erfiðleikum gegn reynslumeiri mönnum. Við áttum í erfiðleikum með að fela hann í varnarleiknum og hann réði illa við stærðina á Pavel. Leikmenn eins og hann munu vonandi leiða ÍR til betri tíma síðar meir.“ Darri: Komum inn í þetta með sama hugarfar og á mánudagsæfingu„Það fór ekkert endilega um okkur. Við vissum að við gátum gert mun betur en að við værum ennþá í góðri stöðu þrátt fyrir spilamennskuna,“ sagði Darri Hilmarsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við erum með það mikil gæði í þessum leikmannahóp að við sluppum í raun með það að koma inn í þennan leik með hugarfar eins og á mánudagsæfingu. Við getum ekki leyft okkur að koma svona inn í leiki.“ KR var í bölvuðu basli framan af í sókn sem og vörn en skotnýtingin hélt liðinu inn í leiknum. „Við töluðum um hvað við værum að gera úrskeiðis í hálfleik, bæði sóknar og varnarleikurinn en það var jákvætt hversu vel við vorum að hitta þrátt fyrir þetta allt smaan.“ Darri hrósaði Sigurði Þorvaldssyni en hann sagði Sigurð smellpassa inn í hlutverk Helga Más Magnússonar í liðinu á árum áður. „Hann hefur verið ótrúlegur. Við erum með hóp sem hefur verið lengi saman en manni líður eins og hann sé búinn að vera hérna í nokkur ár en ekki mánuði. Hann hefur einfaldlega tekið plássið sem Helgi skyldi eftir sig.“ Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Frábær varnarleikur í seinni hálfleik skóp öruggan 94-78 stiga sigur KR á ÍR í Hertz-hellinum í sjöundu umferð Dominos-deild karla Eftir að hafa verið undir mest allan fyrri hálfleikinn hertu KR-ingar skrúfurnar í seinni hálfleik og innbyrtu að lokum sextán stiga sigur. Liðin skiptust á stigum á upphafsmínútum leiksins en ÍR náði frumkvæðinu í fyrsta leikhluta og náði að nýta sér vel kæruleysishátt í sóknarleik KR-inga. ÍR leiddi allan fyrri hálfleikinn en KR-ingar voru aldrei langt undan. Eftir að KR náði forskotinu í upphafi seinni hálfleiks var ekkert aftur snúið. Gestirnir úr Vesturbænum kláruðu leikinn um miðbik fjórða leikhluta og var sigurinn því í höfn töluvert áður en lokaflautið gall.ÍR-KR 78-94 (23-15, 25-31, 12-24, 18-24)ÍR: Matthew Hunter 19/5 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 14, Vilhjálmur Theodór Jónsson 12, Hjalti Friðriksson 12/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10, Hákon Örn Hjálmarsson 9, Daði Berg Grétarsson 2.KR: Darri Hilmarsson 22/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Sigurður Á. Þorvaldsson 18/10 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 17/9 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 13, Pavel Ermolinskij 3/8 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 2.Afhverju vann KR?KR er einfaldlega með sterkara lið en ÍR og þegar hlutirnir fóru loksins að smella hjá KR-ingum náðu þeir tökum á leiknum og litu aldrei í baksýnisspegilinn. Góð skotnýting liðsins í fyrri hálfleik hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar varnarleikurinn var ekki nægilega góður og sóknarleikurinn var stirður. Eftir 9-0 kafla KR í upphafi þriðja leikhluta virtust ÍR-ingar ekki einfaldlega hafa orkuna til þess að gera atlögu að forskoti KR-inga. Bestu menn vallarins: Matthew Hunter var sem oft áður stigahæstur í liði ÍR þrátt fyrir að koma inn af bekknum en sóknarleikur liðsins fór að mestu fram í gegnum Matthías Orra Sigurðarson. Þegar KR-ingar náðu að loka betur á hann þá staðnaði sóknarleikur Breiðhyltinga. Í liði KR átti Sigurður Þorvaldsson skínandi leik bæði í vörn og sókn. Lauk hann leik með tvöfalda tvennu, 18 stig og 10 fráköst en hann sýndi á köflum frábæra takta í sókninni. Darri Hilmarsson var atkvæðamestur í liði KR með 22 stig en Brynjar Þór Björnsson bætti við 19 stigum eftir að hafa verið lengi af stað í upphafi leiks.Tölfræði sem vakti athygli:KR-ingar áttu í stökustu vandræðum með að halda boltanum í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en þrátt fyrir að tapa boltanum tuttugu sinnum í fyrri hálfleik var munurinn aðeins tvö stig í hálfleik. Sama hvert var litið þá misstu KR-ingar boltann í fyrsta leikhluta. Köstuðu þeir boltanum frá sér, stigu útaf vellinum og létu fiska á sig ruðning og enduðu með alls sextán tapaða bolta í einum leikhluta. Hvað gekk illa?Líkt og kom fram hér fyrir ofan áttu KR-ingar í stökustu vandræðum framan af og héldu gæði leikmanna liðsins og skotnýtingin þessu í jöfnum leik framan af. Virtist hugarfarið vera enn á æfingu og létu þeir ÍR-inga ýta sér til og frá.Eftir að KR-ingar vöknuðu til lífsins áttu Breiðhyltingar í miklum erfiðleikum með að setja niður körfu en ÍR var aðeins með 30 stig í seinni hálfleik, nokkur þeirra þegar leikurinn var löngu búinn á móti 58 stigum í fyrri hálfleik. Finnur: Ef við leggjum okkur ekki fram erum við bara miðlungslið„Auðvitað fór þetta í taugarnar á okkur. Sextán tapaðir boltar í einum leikhluta og varnarleikurinn gjörsamlega í molum,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hreinskilinn er hann var spurður út í frammistöðu KR í fyrsta leikhluta. „Við vorum fyrst og fremst ósáttir frekar en að það hafi eitthvað farið um okkur. Við þurfum að komast nær mönnunum og þora að mæta baráttunni og þá kom allt hitt með. “ Þrátt fyrir vandræðin var KR aðeins tveimur stigum undir í hálfleik. „Skotnýtingin er eitt af því fáu sem var jákvætt við fyrri hálfleikinn. Ef við hefðum ekki hitt á frábæra skotnýtni í fyrri hálfleik þá hefði staðan verið töluvert verri í hálfleik,“ sagði Finnur sem sagði KR ekki mega slaka á klónni. „Það eru öll liðin full af leikmönnum sem eru tilbúnir að slást fyrir stigum fyrir liðin sín, ef við höldum að við getum tekið því rólega verður okkur refsað. Ef við leggjum okkur ekki fram erum við bara miðlungslið.“ Finnur hrósaði liðsheildinni í seinni hálfleik. „Strákarnir sem byrja seinni hálfleikinn sendu tóninn sem gerði verkefnið auðveldara fyrir yngri pjakkana sem komu inn í lok þriðja og upphafi fjórða leikhluta. Þeir komu sterkir inn og náðu að brúa bilið vel þar til reynslumeiri leikmenn komu aftur inn,“ sagði Finnur sem lýsti spilamennsku kvöldsins á einfaldan hátt: „Við vorum bara eins og búningurinn okkar, svart og hvítt eftir hálfleikjum,“ sagði Finnur að lokum. Borce: Misstum allan takt í upphafi seinni hálfleiks„Við áttum í stökustu vandræðum allan seinni hálfleikinn eftir slaka byrjun á þriðja leikhluta. Þeir byrja á 9-0 kafla og þú getur ekki gefið jafn góðu liði svona kafla því þau refsa,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, að leikslokum í kvöld. „Við misstum taktinn strax í upphafi, misstum sjálfstraustið og strákarnir hættu að tala saman inn á vellinum. Við vorum tíu stigum undir þegar fjórði leikhluti hófst en við vorum aldrei líklegir.“ Þetta var fimmta tap ÍR eftir aðeins sjö umferðir. „Við náum vonandi að leysa úr þessu sem fyrst, við eigum stóran leik í næstu umferð gegn Þór Akureyri. Við erum loksins með allan leikmannahópinn saman sem er jákvætt en ég er ekki að fá það framlag sem ég ætlast til frá nokkrum leikmönnum.“ Borce hrósaði Hákoni Erni Hjálmarssyni sem kom af krafti inn af bekknum. „Ég vill að leikmenn eins og hann fái 10. mínútur í hverjum leik að minnsta kosti þrátt fyrir að vera svona ungur. Hann kom með kraft af bekknum en hann átti í erfiðleikum gegn reynslumeiri mönnum. Við áttum í erfiðleikum með að fela hann í varnarleiknum og hann réði illa við stærðina á Pavel. Leikmenn eins og hann munu vonandi leiða ÍR til betri tíma síðar meir.“ Darri: Komum inn í þetta með sama hugarfar og á mánudagsæfingu„Það fór ekkert endilega um okkur. Við vissum að við gátum gert mun betur en að við værum ennþá í góðri stöðu þrátt fyrir spilamennskuna,“ sagði Darri Hilmarsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við erum með það mikil gæði í þessum leikmannahóp að við sluppum í raun með það að koma inn í þennan leik með hugarfar eins og á mánudagsæfingu. Við getum ekki leyft okkur að koma svona inn í leiki.“ KR var í bölvuðu basli framan af í sókn sem og vörn en skotnýtingin hélt liðinu inn í leiknum. „Við töluðum um hvað við værum að gera úrskeiðis í hálfleik, bæði sóknar og varnarleikurinn en það var jákvætt hversu vel við vorum að hitta þrátt fyrir þetta allt smaan.“ Darri hrósaði Sigurði Þorvaldssyni en hann sagði Sigurð smellpassa inn í hlutverk Helga Más Magnússonar í liðinu á árum áður. „Hann hefur verið ótrúlegur. Við erum með hóp sem hefur verið lengi saman en manni líður eins og hann sé búinn að vera hérna í nokkur ár en ekki mánuði. Hann hefur einfaldlega tekið plássið sem Helgi skyldi eftir sig.“
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira