Í aðdraganda kosninganna var mikið talað um hið fræga glerþak sem Hillary hefði brotið hefði hún náð kjöri og brá Glamour því á leik með gestum sínum sem fengu að brjóta táknrænt gler, með hælaskóm eða hafnaboltakylfum, á myndböndum sem hafa farið á flug á samfélagsmiðlum. Skemmtilegt og táknrænt í ljósi úrslita kosninganna.
Meðal þeirra sem brutu glerið voru Ashley Graham, Anna Wintour, Cara Delevigne og Simone Biles.