Innlent

Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku

Gissur Sigurðsson skrifar
Ökumenn lentu í vandræðum á heiðum í nótt.
Ökumenn lentu í vandræðum á heiðum í nótt. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða fólk sem var fast í bílum á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku, en fréttastofu er ekki nánar kunnugt um fjölda bíla og fólks.

Lögreglan á Akureyri fór svo upp í Víkurskarð í nótt til að aðstoða ökumann á fólksbíl, sem sat þar fastur. Á leiðinni niður snerri hún þremur bílum frá sem ætluðu á heiðina.

Vegagerðarmenn eru nú að kanna færð fyrir norðan, en mjög lítil umferð var á þjóðvegum þar í nótt, víða innan við fimm bílar frá miðnætti til klukkan sex í morgun, samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar.

Viðbúið er að mokstur hefjist innan tíða á fjallvegum allt frá Vestfjörðum og austur um til Austfjarða, en spáð er norðan stormi á þessu svæði með áframhaldandi snjókomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×