Innlent

Vetrardekk allt að 165 prósent dýrari hér en á Norðurlöndunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Félagið segir innflutningsaðila á Íslandi skulda neytendum skýringu á þessum mikla verðmun.
Félagið segir innflutningsaðila á Íslandi skulda neytendum skýringu á þessum mikla verðmun. vísir/fíb
Vetrarhjólbarðar eru allt að 165 prósent dýrari hér á landi en á öðrum Norðurlöndum, samkvæmt nýrri samanburðarkönnun FÍB. Félagið segir innflutningsaðila á Íslandi skulda neytendum skýringu á þessum mikla verðmun.

Í könnuninni segir að algengur munur á dekki af hinni algengu stærð 205/55 R16 sé frá 118 prósentum upp í 165 prósent. Ef settur sé 15 prósent afsláttur á íslenska verðið sé verðmunurinn frá 85 prósentum upp í 125 prósent.

„Hjólbarðar framleiddir í Evrópu bera ekki toll á Íslandi en á dekk frá öðrum heimshornum leggst 10% tollur. Önnur gjöld á hjólbarða er úrvinnslugjald sem er 40 krónur á hvert kg af þyngd dekksins. Á Norðurlöndunum eru gjöldin ekki minni og flutningskostnaður réttlætir ekki þennan ofur verðmun,” segir í tilkynningu frá FÍB. Spurningin sé hvort markaðurinn á Íslandi sé óeðlilega samstilltur varðandi verðlagningu.

FÍB kannaði hvaða sjö tegundir sömu ónegldu hjólbarða og fram koma í gæðakönnun FÍB blaðsins kosta í netverslunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Almennt reyndist verðið lægst í Svíþjóð. Mestur prósentuhlutfallsmunur á verði án afsláttar milli Svíþjóðar og Íslands reyndist vera á Pirelli Ice Zero FR eða 165 prósent. Minnstur munur reyndist 85 prósent á Hankook

„FÍB birtir í nýlega útkomnu tölublaði FÍB blaðsins árlega vetrarhjólbarðakönnun sína. Hjólbarðarnir í henni eru sérstaklega gerðir til að mæta vetraraðstæðum norðlægra slóða og flestir barðarnir fást á Íslandi. Allir vetrarhjólbarðarnir í könnuninni eru af stærðinni 205/55 R16 sem er algeng undir fólksbílum. Kannað var verð þeirra hjá innflytjendum hér á landi. Sérstaklega var beðið um svonefnt listaverð án afslátta. Beðið var um verð miðað við það að keyptur væri dekkjagangur eða fjögur dekk,“ segir í tilkynningu frá FÍB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×