Lífið

Bindissídd forsetans í bullinu: „Nei, Guðni, við vorum búnir að tala um þetta!“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessar myndir af Guðni eru allar teknar frá því að hann varð forseti. Myndin af honum í miðjunni er frá því á Bessastöðum í dag.
Þessar myndir af Guðni eru allar teknar frá því að hann varð forseti. Myndin af honum í miðjunni er frá því á Bessastöðum í dag. Myndir/ljósmyndunardeild 365
Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn forseti Íslands í sumar og hefur hann eðlilega verið fyrirferðamikill í fjölmiðlum síðan. Guðni er ávallt nokkuð snyrtilegur til fara á almannafæri en margir muna eftir forsetabuffinu sem vakti mikla athygli á dögunum og var ekki allra að skapi.

Forsetinn er nánast undantekningarlaust með bindi þegar hann kemur opinberlega fram. Það sem hefur einnig vakið athygli er að Guðni virðist ekki alveg vera með það á hreinu hversu sítt bindið á að vera og nánast undantekningarlaust lafir það vel fyrir neðan belti. Tískusérfræðingar kalla þetta algjört stílbrot.

Blaðamaður hafi haft samband við tískusérfræðinginn Hauk Bragason sem kallar sig @Sentilmennid  á Twitter. Haukur tjáir sig oft um karlmannstísku og fékk Lífið þetta svar frá honum: „Nei, Guðni, við vorum búnir að tala um þetta! Hringdu í mig sem fyrst, ég kem um hæl.“ Haukur starfaði einmitt töluvert með Guðna í kosningabaráttu hans í sumar og aðstoðaði hann við klæðaburð en Guðni virðist vera að gleyma sér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×