Innlent

Kennarar sestir niður með ríkissáttasemjara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundarmenn gáfu sér tíma fyrir myndatöku áður en tekist var til við samningaviðræður.
Fundarmenn gáfu sér tíma fyrir myndatöku áður en tekist var til við samningaviðræður. Vísir/GVA
Fundur samninganefndar Félags grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag.

Fundurinn er sá annar í röðinni eftir að kennarar vísuðu kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til sáttasemjara í liðinni viku, en fyrsti fundurinn var síðastliðinn mánudag.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við Vísi í morgun að hann teldi að samningaviðræðurnar nú mættu í mesta lagi taka þrjár vikur en kennarar hafa tvívegis á árinu fellt kjarasamning. 

Mikil ólga er í stéttinni og komu um þúsund kennarar saman til samstöðufundar í Háskólabíó síðdegis í gær þar sem þeir kröfðust bættra kjara. Viðmælendur fréttastofu töldu eðlilegt að laun þeirra væru á bilinu 600-700 þúsund.

 


Tengdar fréttir

Laun grunnskólakennara hafa hækkað minna en launavísitala

Laun kennara hafa hækkað um 86,7 prósent á síðustu tíu árum en þó ekki jafn mikið og launavísitala. Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag og kennarar hvattir til að leggja niður störf klukkan hálf þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×