Innlent

Bregðast verður við komu sjálfkeyrandi bíla

Ásgeir Erlendsson skrifar
Sérfræðingur hjá EuroRAP segir að Ísland hafi sofið á verðinum í uppbyggingu innviða fyrir sjálfkeyrandi bifreiðar. Bregðast verði fljótt við og svara þurfi ýmsum siðferðislegum spurningum enda sé skammur tími til stefnu.

„Má ég senda barnið mitt í sjálfkeyrandi bíl, má ég vera undir áhrifum. Þetta eru spurningar sem þarf að svara,“ segir Ólafur Kr. Guðmundssom, sérfræðingur hjá EuroRAP. 

Hann er einn þeirra sem tekur til máls á ráðstefnu sem haldin verður á fimmtudaginn sem ber yfirskriftina Bílar, fólk og framtíðin.

Rætt er við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×