100.000 Nissan Leaf seldir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 16:36 Nissan Leaf. Nissan náði þeim áfanga að selja hundrað þúsundasta Leaf bíl sinn í Bandaríkjunum í septembermánuði. Mánuðurinn var einnig góður hvað sölu bílsins áhrærir því 14% fleiri slíkir seldust en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður er heildarsala Nissan Leaf 28% undir sölunni í fyrra á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa alls selst 10.650 bílar í ár. Bandaríkin eru langstærsti markaður heims fyrir Nissan Leaf bíla, en Nissan hefur frá upphafi framleitt 239.000 Leaf bíla, svo 42% þeirra hafa selst í Bandaríkjunum. Í heimalandinu Japan hafa selst 70.000 bílar og 63.000 í Evrópu. Chevrolet Volt hefur frá upphafi verið aðal samkeppnisbíll Nissan leaf en Chevrolet náði því takmarki að selja 100.000 Volt bíla í júlí síðastliðinn og hefur nú alls selt ríflega 107.000 bíla. Nissan Leaf mun á næstunni fá stærri 60 kWh rafhlöður og ná þá 320 km drægni. Ef til vill mun salan á Leaf aftur taka kipp við markaðssetningu hans. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent
Nissan náði þeim áfanga að selja hundrað þúsundasta Leaf bíl sinn í Bandaríkjunum í septembermánuði. Mánuðurinn var einnig góður hvað sölu bílsins áhrærir því 14% fleiri slíkir seldust en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður er heildarsala Nissan Leaf 28% undir sölunni í fyrra á fyrstu 9 mánuðum ársins og hafa alls selst 10.650 bílar í ár. Bandaríkin eru langstærsti markaður heims fyrir Nissan Leaf bíla, en Nissan hefur frá upphafi framleitt 239.000 Leaf bíla, svo 42% þeirra hafa selst í Bandaríkjunum. Í heimalandinu Japan hafa selst 70.000 bílar og 63.000 í Evrópu. Chevrolet Volt hefur frá upphafi verið aðal samkeppnisbíll Nissan leaf en Chevrolet náði því takmarki að selja 100.000 Volt bíla í júlí síðastliðinn og hefur nú alls selt ríflega 107.000 bíla. Nissan Leaf mun á næstunni fá stærri 60 kWh rafhlöður og ná þá 320 km drægni. Ef til vill mun salan á Leaf aftur taka kipp við markaðssetningu hans.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent