Innlent

Borgarstjórn afþakkar hækkun kjararáðs

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu tillögu um óbreytt laun kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Tillagan var samþykkt samhljóma.

Borgarstjórn hefur því beint því til forsætisnefndar að ákveða að tímabundið nemi laun borgarfulltrúa 77,82% af þingfararkaupi, eins og þau voru fyrir uppkvaðningu úrskurðar kjararáðs þann 28. Október síðastliðinn. Hið sama gildir um laun annarra kjörinna fulltrúa sem taka mið af þingfarakaupi.

„Þessi tímabundna ráðstöfun skal standa yfir þar til Alþingi hefur haft tækifæri til að bregðast við

úrskurði kjararáðs eða eigi síðar en til 31. desember nk. Bregðist Alþingi ekki við úrskurðinum er því

beint til forsætisnefndar að gera breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá

Reykjavíkurborg,“ segir í tillögunni sem samþykkt var um þrjú.

Fundur Borgarstjórnar fer í dag fram í hátíðarsal Hagaskóla vegna hverfaviku Borgarstjóra. Grunnskólakennarar hafa boðað komu sína á fundinn eftir að samstöðufundi þeirra um kjaramál lýkur í Haskólabíói, þar sem nú er setið í hverju sæti í stóra sal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×