“The Escape” frá BMW vinsælla en auglýsingar Trump Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 12:50 BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent
BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent