Lífið

Könnun: Á Guðni Th. að geyma eða gleyma forsetabuffinu?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Klæðaburður Guðna Th. Jóhanessonar, forseta Íslands, þar sem hann var viðstaddur afhjúpun á upplýsingaskilti við gamlar minjar á svonefndum Skansi í landi Bessastaða, hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum.

Var Guðni Th. með svokallað buff á höfði sér enda var nokkuð kalt á höfuðborgarsvæðinu í gær. Buff eru afar vinsæl á meðal krakka en umdeilt er hvort það sé hæfilegur klæðaburður fyrir fullorðið fólk, hvað þá forseta Íslands líkt og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, veltir upp á Twitter-síðu sinni.

Því er ekki úr vegi að spyrja landsmenn um álit sitt á buffi Guðna og því spyr Vísir hvort að forseti Íslands eigi að geyma buffið eða hreinlega gleyma því. Taka má þátt í könnunni hér að neðan.

Twitter-notendum er fátt óviðkomandi og ekki breytti forsetabuffið neinu þar um líkt og sjá má hér að neðan en ljósmyndarinn Árni Torfason hefur tekið að sér að koma buffinu fyrir á mynd af Twitter-notendum sem þess óska. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×