Sport

Ronda og Nunes mættust augliti til auglitis | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronda Rousey og Amanda Nunes mættust augliti til auglitis eftir sjónvarpsvigtunina fyrir UFC 2015 í Madison Square Garden í gærkvöldi.

Eftir vigtunina var frumsýnt kynningarmyndband fyrir UFC 207 sem fer fram í Las Vegas 30. desember næstkomandi.

Viðureign Rondu og Nunes verður aðalbardagi UFC 207 bardagakvöldsins en sú fyrrnefnda mætir þar aftur í búrið eftir rúmlega árs fjarveru.

Ronda tapaði óvænt fyrir Holly Holmes í nóvember á síðasta ári og hefur ekki barist síðan. Tapið fyrir Holm var fyrsta tap Rondu á ferlinum en fram að því hafði hún drottnað yfir bantamvigtinni í rúm þrjú ár.

Hin brasilíska Nunes er ríkjandi meistari í bantamvigtinni en hún sigraði Mieshu Tate í titilbardaga í Las Vegas 9. júlí á þessu ári.

Bardaginn næstsíðasta dag ársins 2016 verður átjándi bardagi Nunes á ferlinum. Hún hefur unnið 13 og tapað fjórum.

MMA

Tengdar fréttir

Írska peningavélin Conor McGregor

Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin.

UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn?

UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×