Lífið

Íslensk fyrirtæki taka gínuáskoruninni - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg myndbönd.
Skemmtileg myndbönd.
Nýjasta æðið á samfélagsmiðlum í dag er gínuáskorunin og hafa frægir einstaklingar á borð við Adele, Hillary Clinton, Destiny's Child og Stephen Curry hoppað á vagninn á síðustu dögum.

The Mannequin Challenge felur í sér að taka upp myndskeið þar sem allir aðilar standa grafkyrrir eins og um gínur sé að ræða. Þykir þetta nýja æði minna á ísfötuáskorunina sem tröllreið internetinu fyrir tveimur árum og ekki er langt síðan að allir voru „að planka“ á Facebook.

Þessu æði var hrint af stað af hópi táninga í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og á flestum myndböndum mátti heyra lagið Black Beatles eftir dúettinn Rae Sremmurd sem átti þó engan þátt í þessu uppátæki táninganna.

Starfsmenn Nýherja ákváðu að taka gínuáskoruninni í gær og hafa skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama en Nýherji skoraði á Vodafone, Ölgerðina og Eldsmiðjuna að gera sína útgáfu af gínuáskoruninni.

Fyrirtækin tóku þessari áskorun og má sjá hvernig þau tækla þessa áskorun hér að neðan en nú verður gaman að fylgjast með hvernig önnur fyrirtæki og einstaklingar hér á landi bregðast við þessu nýja æði sem ber merkið #themannequinchallenge.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×