Katla taldi öll Coco Pops-in í heilum kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donald Trump Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 16:39 Katla segist vera mun rólegri í dag eftir talninguna sem hún lagðist í eftir sigur Donald Trump í forsetakosningunum. Vísir/Getty/Facebook Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn. Donald Trump Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir tók upp á því að telja hvert einasta korn í Coco Pops-kassa til að róa taugarnar eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningum Bandaríkjanna. Verkið tók sjö klukkustundir en niðurstaðan er sú að í 375 gramma kassa af Coco Pops-i leyndust 10.808 korn. „Ég nota það að telja sem leið til að róa mig niður,“ segir Katla Guðbjörg í samtali við Vísi um málið. Hún segist hafa orðið mjög ringluð og stressuð þegar ljóst var að Trump hafði unnið kosningarnar og fannst Kötlu óvissan að vita ekkert hvað muni gerast á næstu fjórum árum svo yfirþyrmandi að hún ákvað að leggjast í þessa talningu. „Ég var búin að vera að telja svolítið dagana áður. Svo bara datt mér í hug að telja Coco Pops, því mig langaði að telja eitthvað sem ég gæti borðað.“Svona eins og sumir gera til að sofna, telja kindur jafnvel? „Jú, þetta er svolítið þannig, nema ég borða ekki kindur.“ Hún segist hafa sturtað litlu í einu úr kassanum, talið það og skrifað niður töluna. Sjö klukkutímum síðar, þegar hún var búin að telja upp úr öllum kassanum, þá lagði hún allt saman og talan sem kom oftast upp var 10.808.Spurð hvort þetta hafi ekki haft góð áhrif á hana svarar hún því játandi. „Ég er allavega rosa róleg núna, þannig að þetta skilaði einhverju af sér,“ segir Katla sem ætlar sér að halda talningunni áfram. „Ég get ekki hætt. Ég byrjaði á mánudaginn að telja ræmur á teppi. Það var frekar auðvelt, það voru um 48.000 ræmur á Ikea-teppi. Svo var ég að telja Coco Pops-ið í gær. Núna er ég að telja alla sopa sem ég tek,“ segir Katla. Hún segist hafa byrjað á þessu þegar hún var um 10 ára gömul og bað pabba sinn um ís. „Hann sagði mér að ef ég myndi telja 100 strá í garðinum þá myndi ég fá ís. Þannig að ég fór út í garð og bjó til rosa gott talningarkerfi og taldi hundrað strá, svo fékk ég ís.“Tíu ára gömul fór Katla út í garð og taldi strá og var þetta afraksturinn.
Donald Trump Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira