Kvika og Virðing vilja saman í sterkan banka Hafliði Helgason skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku. Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi. Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi.
Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira