IKEA-ást Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 07:00 Síðustu misseri hefur IKEA lækkað vöruverð til neytenda um leið og krónan stígur hálft skref upp á við. Farið í heilbrigða samkeppni við aðrar verslanir og nánast gefið lýðnum okkar ástkæru MALM-kommóður. Nýjustu fréttir eru að fyrirtækið ætli að borga 350 starfsmönnum fyrirtækisins þrettánda mánuðinn á næsta ári vegna góðs gengis. Ekkert verið að stinga níutíu milljónunum í vasann á þeim bænum. Fyrir utan góða starfsmannastefnu og heilbrigða samkeppni þá hefur IKEA fylgt mér svo fallega í gegnum lífið. LACK, KALLAX og aðrar ódýrari vörulínur fylltu stúdentaíbúðina. Á flutningi milli landa hef ég fundið grið í sænskum kjötbollum og þótt ég hafi haldið þá að með aldrinum yrði IKEA of sjoppulegt fyrir mig þá var það hinn mesti misskilningur. IKEA hefur haldið fast í höndina á mér í gegnum skilnað og flutninga síðustu ár. Ég hef bara fært mig yfir í STOCKHOLM. Svo hef ég aldrei skilið tal um að það versta sem maður geri í sambandi sé að fara í IKEA saman. Hvaða vitleysa? Þetta er eitt það rómantískasta sem ég veit um. Labba saman hönd í hönd í gegnum framtíðardrauma. Í tilhugalífinu leyfir maður ósögðum hugmyndum um sambúð að liggja í loftinu og fær hlýtt í hjartað við að vera sammála um lit á sófapúðum. Í sambúð hendir maður krökkunum í Småland og fær sér rómantískan göngutúr sem endar með rjómaís með dýfu. Tvö ein í heiminum á gráum göngugötum IKEA-landsins. Alþýðuhjartað mitt slær fyrir heiðarleika fyrirtækisins. Og heimilið mitt, sem talar reiprennandi sænsku, er þakklátt. Ég vona bara að fleiri taki sér IKEA til fyrirmyndar og fari að átta sig á því að í dag er töff að vera næs. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir 350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 IKEA rannsakar hvort tíundi hver Evrópubúi sé getinn á rúmum þess Ríflega 884 milljónir manns heimsækja IKEA árlega og því töluvert margir sem eiga IKEA rúm. 25. september 2016 23:16 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun
Síðustu misseri hefur IKEA lækkað vöruverð til neytenda um leið og krónan stígur hálft skref upp á við. Farið í heilbrigða samkeppni við aðrar verslanir og nánast gefið lýðnum okkar ástkæru MALM-kommóður. Nýjustu fréttir eru að fyrirtækið ætli að borga 350 starfsmönnum fyrirtækisins þrettánda mánuðinn á næsta ári vegna góðs gengis. Ekkert verið að stinga níutíu milljónunum í vasann á þeim bænum. Fyrir utan góða starfsmannastefnu og heilbrigða samkeppni þá hefur IKEA fylgt mér svo fallega í gegnum lífið. LACK, KALLAX og aðrar ódýrari vörulínur fylltu stúdentaíbúðina. Á flutningi milli landa hef ég fundið grið í sænskum kjötbollum og þótt ég hafi haldið þá að með aldrinum yrði IKEA of sjoppulegt fyrir mig þá var það hinn mesti misskilningur. IKEA hefur haldið fast í höndina á mér í gegnum skilnað og flutninga síðustu ár. Ég hef bara fært mig yfir í STOCKHOLM. Svo hef ég aldrei skilið tal um að það versta sem maður geri í sambandi sé að fara í IKEA saman. Hvaða vitleysa? Þetta er eitt það rómantískasta sem ég veit um. Labba saman hönd í hönd í gegnum framtíðardrauma. Í tilhugalífinu leyfir maður ósögðum hugmyndum um sambúð að liggja í loftinu og fær hlýtt í hjartað við að vera sammála um lit á sófapúðum. Í sambúð hendir maður krökkunum í Småland og fær sér rómantískan göngutúr sem endar með rjómaís með dýfu. Tvö ein í heiminum á gráum göngugötum IKEA-landsins. Alþýðuhjartað mitt slær fyrir heiðarleika fyrirtækisins. Og heimilið mitt, sem talar reiprennandi sænsku, er þakklátt. Ég vona bara að fleiri taki sér IKEA til fyrirmyndar og fari að átta sig á því að í dag er töff að vera næs. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Bónusinn kostar fyrirtækið níutíu milljónir. 27. nóvember 2016 19:45
Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39
IKEA rannsakar hvort tíundi hver Evrópubúi sé getinn á rúmum þess Ríflega 884 milljónir manns heimsækja IKEA árlega og því töluvert margir sem eiga IKEA rúm. 25. september 2016 23:16
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun