Hindberjaterta með rauðum súkkulaðihjúp Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2016 10:00 Eva Rún gefur uppskrift að hindberjatertu sem er blanda af gömlum og nýjum uppskriftum. Vísir/Eyþór Eva Rún Michelsen elskar jólahátíðina og það sem henni fylgir en hún kemst yfirleitt ekki almennilega í jólastemninguna fyrr en í desember. Hindberjatertan hennar er sniðugur eftirréttur um hátíðarnar þar sem hún er ekki of þung í maga. Bakstursáhugi Evu Rúnar er sennilega ættgengur en hún segist hafa nánast alist upp í bakaríi fjölskyldunnar. Eva Rún fór svo að baka sjálf og nú heldur hún úti blogginu Kökudagbókin. Fyrir jólin er Eva Rún vön að baka töluvert. „Við, pabbi, systir mín og ég bökum ávallt vanilluhringi, skeifur, spesíur og kókoskökur saman. Svo geri ég sörur og saltaðar karamellur.“ Eva Rún gefur hér uppskrift að hindberjatertu sem er blanda af gömlum og nýjum uppskriftum. „Svampbotninn hef ég gert í mörg ár og hindber eru í algjöru uppáhaldi hjá mér en það sem mig langaði að prófa og bæta við var „mirror glaze“. Ég veit ekki hvernig ég get heimfært það á góða íslensku en kannski „gljáandi súkkulaðihjúpur“. Uppskriftina af gljáanum fékk ég frá vefsíðunni Cookies, Cupcakes & Cardio. Ég vildi gjarnan deila tertu sem væri ekki of þung í maga með jóla- eða áramótasteikinni og myndi heldur ekki valda miklu stressi því hana er auðveldlega hægt að gera einum til tveimur dögum áður.“ Eva Rún Michelsen heldur úti blogginu Kökudagbókin.Vísir/Eyþór HindberjatertaByrjið á að baka botninn, blanda fyllinguna og setjið allt í kæli í um tvær klukkustundir, áður en hafist er handa við hjúpinn. Ég mæli með að gera hjúpinn samdægurs því gljástigið minnkar ef tertan er geymd í kæli lengi.Svampbotnar:2 stk. egg1/2 dl hveiti1/2 dl kartöflumjöl1/4 tsk. lyftiduftForhitið ofninn í 180°C (200°C án blásturs). Þeytið eggin þar til þau eru ljós og létt. Bætið svo sykrinum út í og þeytið þangað til allt er vel blandað saman. Sigtið þurrefnin yfir og blandið rólega með sleif. Setjið smjörpappír í 22 cm hringform, hellið blöndunni út í. Bakið í 10 mínútur eða þangað til gullinbrúnn litur er kominn og ef þið ýtið létt á kökuna er hún eins og svampur sem gengur til baka.Hindberjafylling:250 g frosin hindber3 msk. sítrónusafi (ca. 1 sítróna)100 g sykur og 2 msk.500 ml rjómi7 blöð af matarlími1 lítil askja af hindberjumLeysið matarlímið upp í köldu vatni. Hitið frosin hindberin í potti svo þau verði að mauki og setjið þau svo gegnum sigti til að taka steinana frá. Gerir um 2,5 dl af hindberjamauki. Blandið saman sykrinum (geymið matskeiðarnar 2 fyrir rjómann), sítrónusafanum og hindberjamaukinu og leyfið suðunni að koma upp. Takið af hitanum og hrærið matarlíminu út í og hrærið þangað til það er að fullu bráðið. Færið yfir í hreina skál og leyfið að kólna. Þeytið rjómann ásamt tveimur msk. af sykri. Blandið saman rjómanum og hindberjablöndunni og þá er fyllingin klár. Finnið mót sem er eilítið stærra en það sem tertan var bökuð í. Setjið þunnan kökudisk í botninn sem er jafn stór og kakan (auðveldar gljáanum að renna af), raðið ferskum hindberjum yfir botninn og hellið svo hindberjablöndunni yfir og tryggið að það renni meðfram hliðunum svo hindberjamúsin nái líka yfir þær. Sléttið vel, setjið plastfilmu yfir og geymið í kæli í að minnsta kosti tvær klukkustundir til að frómasinn sé orðinn nægilega stífur. Rauður súkkulaðihjúpur: 200 g sæt niðursoðin mjólk (sweetened condenced milk) – fæst í Hagkaupum og asískum verslunum. 300 g sykur 150 g vatn 350 g hvítt súkkulaði, í litlum bitum eða súkkulaðidropar 19 g gelatín duft – fæst í Stórkaupum (120 ml vatn til að bleyta upp í matarlíminu) rauður matarlitur (eða litur eftir smekk)Leysið gelatínduftið upp í 120 ml af vatni og leggið til hliðar í 5 mínútur. Hitið saman vatn (150 g), sykur og niðursoðnu mjólkina að suðu og setjið súkkulaðið í hitaþolna skál á meðan. Blandið gelatíninu saman við blönduna, þar til það er að fullu blandað saman. Hellið yfir súkkulaðið og leyfið að standa í 5 mínútur. Hrærið saman blöndunni ásamt matarlitnum með töfrasprota. Hellið í gegnum sigti til að forðast kekki. Best er að hella gljáanum yfir kökuna þegar hann er við 32 gráður eða um líkamshita, þið finnið hvort skálin er of heit eða of köld með höndunum eða getið notið sykurhitamæli. Best er að kakan sé beint úr kæli eða frysti svo gljáinn taki sig fyrr. Til að hella gljáanum yfir er best að setja kökuna á skál eða annað hærra ílát yfir ofnskúffu eða öðru sem tekur við því sem lekur af. Byrjið að hella meðfram jaðrinum svo inn að miðju og verið viss um að þetta nái yfir alla kökuna. Leyfið að leka af tertunni í 5 mínútur, skerið svo angana af og setjið á kökudisk. Hægt er að skreyta tertuna með því að setja örfáa dropa af öðrum matarlit t.d. hvítum og renna yfir sem skapar marmaraáferð, og/eða slettum af smá gylltu og súkkulaðihúðuðum jarðarberjum og ferskum hindberjum. Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Borða með góðri samvisku Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Byrjaði allt með einni jólaseríu frá Ameríku Jól Baksýnisspegillinn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Jólin í Kattholti Jól
Eva Rún Michelsen elskar jólahátíðina og það sem henni fylgir en hún kemst yfirleitt ekki almennilega í jólastemninguna fyrr en í desember. Hindberjatertan hennar er sniðugur eftirréttur um hátíðarnar þar sem hún er ekki of þung í maga. Bakstursáhugi Evu Rúnar er sennilega ættgengur en hún segist hafa nánast alist upp í bakaríi fjölskyldunnar. Eva Rún fór svo að baka sjálf og nú heldur hún úti blogginu Kökudagbókin. Fyrir jólin er Eva Rún vön að baka töluvert. „Við, pabbi, systir mín og ég bökum ávallt vanilluhringi, skeifur, spesíur og kókoskökur saman. Svo geri ég sörur og saltaðar karamellur.“ Eva Rún gefur hér uppskrift að hindberjatertu sem er blanda af gömlum og nýjum uppskriftum. „Svampbotninn hef ég gert í mörg ár og hindber eru í algjöru uppáhaldi hjá mér en það sem mig langaði að prófa og bæta við var „mirror glaze“. Ég veit ekki hvernig ég get heimfært það á góða íslensku en kannski „gljáandi súkkulaðihjúpur“. Uppskriftina af gljáanum fékk ég frá vefsíðunni Cookies, Cupcakes & Cardio. Ég vildi gjarnan deila tertu sem væri ekki of þung í maga með jóla- eða áramótasteikinni og myndi heldur ekki valda miklu stressi því hana er auðveldlega hægt að gera einum til tveimur dögum áður.“ Eva Rún Michelsen heldur úti blogginu Kökudagbókin.Vísir/Eyþór HindberjatertaByrjið á að baka botninn, blanda fyllinguna og setjið allt í kæli í um tvær klukkustundir, áður en hafist er handa við hjúpinn. Ég mæli með að gera hjúpinn samdægurs því gljástigið minnkar ef tertan er geymd í kæli lengi.Svampbotnar:2 stk. egg1/2 dl hveiti1/2 dl kartöflumjöl1/4 tsk. lyftiduftForhitið ofninn í 180°C (200°C án blásturs). Þeytið eggin þar til þau eru ljós og létt. Bætið svo sykrinum út í og þeytið þangað til allt er vel blandað saman. Sigtið þurrefnin yfir og blandið rólega með sleif. Setjið smjörpappír í 22 cm hringform, hellið blöndunni út í. Bakið í 10 mínútur eða þangað til gullinbrúnn litur er kominn og ef þið ýtið létt á kökuna er hún eins og svampur sem gengur til baka.Hindberjafylling:250 g frosin hindber3 msk. sítrónusafi (ca. 1 sítróna)100 g sykur og 2 msk.500 ml rjómi7 blöð af matarlími1 lítil askja af hindberjumLeysið matarlímið upp í köldu vatni. Hitið frosin hindberin í potti svo þau verði að mauki og setjið þau svo gegnum sigti til að taka steinana frá. Gerir um 2,5 dl af hindberjamauki. Blandið saman sykrinum (geymið matskeiðarnar 2 fyrir rjómann), sítrónusafanum og hindberjamaukinu og leyfið suðunni að koma upp. Takið af hitanum og hrærið matarlíminu út í og hrærið þangað til það er að fullu bráðið. Færið yfir í hreina skál og leyfið að kólna. Þeytið rjómann ásamt tveimur msk. af sykri. Blandið saman rjómanum og hindberjablöndunni og þá er fyllingin klár. Finnið mót sem er eilítið stærra en það sem tertan var bökuð í. Setjið þunnan kökudisk í botninn sem er jafn stór og kakan (auðveldar gljáanum að renna af), raðið ferskum hindberjum yfir botninn og hellið svo hindberjablöndunni yfir og tryggið að það renni meðfram hliðunum svo hindberjamúsin nái líka yfir þær. Sléttið vel, setjið plastfilmu yfir og geymið í kæli í að minnsta kosti tvær klukkustundir til að frómasinn sé orðinn nægilega stífur. Rauður súkkulaðihjúpur: 200 g sæt niðursoðin mjólk (sweetened condenced milk) – fæst í Hagkaupum og asískum verslunum. 300 g sykur 150 g vatn 350 g hvítt súkkulaði, í litlum bitum eða súkkulaðidropar 19 g gelatín duft – fæst í Stórkaupum (120 ml vatn til að bleyta upp í matarlíminu) rauður matarlitur (eða litur eftir smekk)Leysið gelatínduftið upp í 120 ml af vatni og leggið til hliðar í 5 mínútur. Hitið saman vatn (150 g), sykur og niðursoðnu mjólkina að suðu og setjið súkkulaðið í hitaþolna skál á meðan. Blandið gelatíninu saman við blönduna, þar til það er að fullu blandað saman. Hellið yfir súkkulaðið og leyfið að standa í 5 mínútur. Hrærið saman blöndunni ásamt matarlitnum með töfrasprota. Hellið í gegnum sigti til að forðast kekki. Best er að hella gljáanum yfir kökuna þegar hann er við 32 gráður eða um líkamshita, þið finnið hvort skálin er of heit eða of köld með höndunum eða getið notið sykurhitamæli. Best er að kakan sé beint úr kæli eða frysti svo gljáinn taki sig fyrr. Til að hella gljáanum yfir er best að setja kökuna á skál eða annað hærra ílát yfir ofnskúffu eða öðru sem tekur við því sem lekur af. Byrjið að hella meðfram jaðrinum svo inn að miðju og verið viss um að þetta nái yfir alla kökuna. Leyfið að leka af tertunni í 5 mínútur, skerið svo angana af og setjið á kökudisk. Hægt er að skreyta tertuna með því að setja örfáa dropa af öðrum matarlit t.d. hvítum og renna yfir sem skapar marmaraáferð, og/eða slettum af smá gylltu og súkkulaðihúðuðum jarðarberjum og ferskum hindberjum.
Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Borða með góðri samvisku Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Byrjaði allt með einni jólaseríu frá Ameríku Jól Baksýnisspegillinn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Jólin í Kattholti Jól