Hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma 27. nóvember 2016 20:15 Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti