Síldarglaðningur á aðventunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 14:00 Á diskinum er kryddlegin síld og síldartartar með soðnu eggi, kartöflum, rúgbrauði, þurrkuðum beltisþara, loðnuhrognum, dilli og svo brennivínsstaup. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
„Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira