Lífið

Upp­á­tækja­samar hýenur stálu falinni mynda­vél frá Planet Earth genginu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Litlir prakkarar þessar hýenyr
Litlir prakkarar þessar hýenyr Vísir
Búið er að sýna nokkra þætti af hinum stórfenglu náttúrulífsþáttum BBC, Planet Earth 2. Framleiðendur þáttanna birta reglulega vel valin myndskeið sem sýna hvernig lífið bak við tjöldin við gerð þáttanna er.

Í nýjasta myndskeiðinu af því tagi má sjá tvo hýenuhvolpa uppgötva faldna myndavél sem notuð var til að komast nærri hýenunum. Þeir voru ansi forvitnir um myndavélina og enduðu á því að stela henni. Í myndskeiðinu kemur fram að myndavélin hafi ekki fundist á nýjan leik.

Þættirnir voru teknir upp á fjögurra ára tímabili í 64 löndum og þykja mikið stórvirki.


Tengdar fréttir

Eðluungi flýr undan fjölda snáka

Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar Planet Earth 2 var sýndur í Bretlandi á sunnudaginn og hefur hann vakið mikla athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×