Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson skrifar 25. nóvember 2016 10:30 Hér hefur fokið í KR-inginn Snorra Hrafnkelsson. Vísir/Ernir Í gærkvöldi varð ég vitni að undarlegum kappleik og líkt og í þætti af Í ljósaskiptunum (Twilight Zone) þá átti ég bágt með að átta mig hvar í raunheimum ég var staddur. Leikur KR og Njarðvík í Domino‘s-deild karla var vettvangurinn og í hópi bæði sérfræðinga og leikmanna í fræðum boltans voru ekki margir, að leikmönnum gestaliðs undanskildum vissulega og fáeinum glerhörðum stuðningsmönnum, sem höfðu mikla trú á að niðurstaðan yrði sú er varð. Lokatölur urðu 61-72 Njarðvík í vil og þó sú staðreynd sé kannski ekki með öllu ómöguleg að trúa þá aukast einungis ótrúlegheitin þegar sögur af atburðarrásinni er sagðar.Fátt um fína drætti Fyrstu mínútur leiksins bentu til að KR væri vel gírað og ákveðið í sínum aðgerðum; í stöðunni 14-7 um miðjan fyrsta hluta voru heimamenn með nokkra yfirburði. Á meðan Njarðvíkingar gátu ekki keypt sér tvö stig undir körfunni rúllaði sókn heimamanna í vanalegum og áreynslulausum gír, að því er virtist. Þegar Pavel Ermolinski setur síðan fimmtánda stig KR niður úr vítaskoti hófst þurrkatíð sem minnti ekki aðeins á Móse í eyðimörkinni heldur glitti einnig í Jim Morrison á sandöldu í bakgrunninum. Leikmenn KR klikkuðu úr næstu tólf skotum á sex mínútna kafla. Þrátt fyrir góðan stemningsþrist frá Brynjar Björnssyni til að brjóta stífluna náðu KR aðeins að skora fimm til viðbótar en á sama tíma óx gestunum ásmegin í sóknarleik sínum og hálfleikstölur 23-34. Það væri fráleitt að skuldfæra þetta allt á góða vörn andstæðinganna; varnarleikur Njarðvíkur átti sín augnablik vissulega en KR-ingar verða að taka á sig vænan skerf; liðið hitti 10 af 25 skotum og flest þeirra prýðis færi. Vísir/ErnirKrítískar sekúndur í seinni og eftirmálar! Þegar 77 sekúndur voru búnar af seinni hálfleik hafði Pavel tapað þremur boltum; Sigurður Þorvaldsson klikkað úr þriggja stiga skot og byrjunarlið KR fengið á sig fjögur stig! Þarna var grunnurinn að sigri Njarðvíkur lagður að mínu viti, því þó svo að mikið verk hafi verið fyrir höndum, var það á þessum fyrstu mínútum seinni hálfleiks að gestirnir öðluðust sjálfstraustið og skynsemina til að halda sjó og standast í leiðinni mýmargar áhlaupstilraunir heimamanna. Þórir Þorbjarnarson og Snorri Hrafnkelsson komu báðir inn snemma í þriðja fjórðung og næstu augnablik á eftir leit út fyrir að KR væri loks að komast í sinni harða varnargír sem oftast skilar vel auðveldum körfum. Þórir, Snorri og Darri Hilmarsson náðu allir að minnka muninn í átta stig á þessum kafla en aldrei náðu KR að fylgja eftir. Njarðvíkingar hleyptu KR einfaldlega ekkert nær og náðu alltaf að svara með stigum á töfluna og auka forskotið. Staðan eftir þrjá hluta 41-57.Er leikurinn búinn? Í lokafjórðung voru KR-ingar að berjast við sömu vindmyllur og náðu aldrei að kveikja neistann hjá sér. KR vann samt hlutann með fimm stigum en áhlaup þeirra til að komast aftur inní leikinn voru andlaus í besta falli. Njarðvík átti alltaf svör og spilaði af óvæginni skynsemi; leikmenn voru samstilltir í aðgerðum sínum að refsa við rétt tækifæri og svo róa leikinn og stilla upp á hárréttum augnablikum. Þetta reyndist KR um megn að kljást við og þegar 3:46 mínútur voru búnar af fjórða hluta var munurinn kominn í tuttugu stig! Njarðvíkingar stóðust allt sem KR-ingar reyndu að kasta að þeim og gerðu það með stíl sem var þeim prýði. Mörg lið hefðu kiknað undir álaginu og hleypt KR aftur inní leikinn, um það er ég sannfærður.Vísir/ErnirErum við ennþá í ljósaskiptunum? Ekki er vænlegt að hrapa að ályktunum í kjölfarið á þessum furðulega leik. KR eru ennþá frábært lið og Njarðvík er ennþá meðalsterkt lið. Það er hinsvegar margt sem hægt er að rýna í og velta upp. Sem dæmi þá sýndu Njarðvíkingar á sér óvenjulegar hliðar í þessum leik; leikmenn voru mjög samstilltir og náðu að spila af miklu jafnvægi þrátt fyrir að skotnýting liðsins hafi verið með því versta sem sést hefur í sigurleik í vetur, eða 37% heilt yfir. Í þessari staðreynd sést hversu vel undirbúnir leikmenn voru; Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hafði greinilega búið liðið undir það að geta spilað illa án þess að tapa fókus á markmiðunum því Njarðvík átti klárlega ekki sinn besta dag, hvorki í vörn eða sókn. Njarðvíkingar skulda klárlega einhverjum þakkir fyrir að hitta á KR svona lélegt en þeir mega heldur alls ekki gleyma því að það voru þeir sjálfir sem fundu sig í leiknum, héldu tempóinu og leikskipulagi, ásamt því að standast erfið áhlaup sterkasta byrjunarliðs deildarinnar! Njarðvík var andlega heilt í löskuðum líkama á meðan KR skorti sál, hjarta og orku til þess að gagnast sínum líkama. KR-ingar áttu „þennan leik“ og við hann kannast allir sem hafa spilað sportið; þegar allt liðið er lamað af getu-, orku-og framtaksleysi og ekkert afl getur lagað ástandið; hvorki stemningsþristar eða hraust áhlaup. Ergelsið verður yfirþyrmandi, ekki ósvipað því að liggja milli svefns og vöku, ófær um að hreyfa legg né lim. Ég veit að Finnur fann eitthvað svipað þessu, því ég hef fundið þetta bæði sem leikmaður og þjálfari, og ég skynjaði þetta sem áhorfandi í gær. En eins og Finnur sagði eftir leik, þá vita KR-ingar alveg hvað þeir geta og hvað ekki. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Ég hef enga trú á að það þyngist yfir Vesturbænum, ég held að þessi leikur geti haft jákvæð áhrif á liðið til seinni tíma litið því þarna upplifðu leikmenn í hversu djúpum dal þeir geta þurft að dansa í, þrátt fyrir firnasterkt lið. Ég held að flestir leikmenn liðsins hafi fallið í þá gryfju að trúa því ekki fyrr en of seint að þær gætu tapað leiknum; með það djúpt rist í höfðinu að einhvern tíma hlyti „stóra áhlaupið“ að detta í hús. Frábær lið brenna sig sjaldnast tvisvar á sama skörungi og tel ég fullvíst að slen og andleg syfja muni ekki hrjá þetta lið í bráð eftir útreiðina í þessum leik.Einstaklingar og lið Það er klén klisja að tala um að KR hafi spilað sem einstaklingar í leiknum, sem væri þó ákveðin upphafning á leik liðsins. Nei, KR spilaði ekki einu sinni eins og einstaklingar, því engin einstaklingur náði að rísa upp úr skítnum til að skína sem slíkur. Snorri Hrafnkelsson og Sigurður Þorvaldsson voru yfirburðarmenn en langt frá sínu besta. Byrjunarlið KR fær hæstu falleinkunn og er valdur þess að ég var óáttaður lengi vel eftir leik, óviss um hvað hafði í raun gerst. Það er vel hægt að „hafa augu eftirá“ og gagnrýna Finn fyrir að hafa ekki bekkjað lykilmenn fyrr og látið fleiri unga leikmenn spila en honum til varnar þá vil ég meina að hann var jafn varnarlaus í þessari örlagafléttu og leikmennirnir. Ef og hefði eiga ekki við hérna að mínu viti; liðsandi KR mætti ekki til leiks og m.a.s. Þórhallur miðill hefði seint getað sært hann aftur í Vesturbæinn. Hinn hlutinn sem skóp óáttun mína var hvernig Njarðvíkingum tókst að halda þetta út án þess að láta rigna niður þristum í þeim sprengjuáhlaupum sem liðið er þekkt fyrir. Liðið spilaði af röggsemi í erfiðum sóknaraðstæðum og útúr þægindaramma sínum. Varnarleikurinn var heldur ekki frábær en samt náðu menn að halda einbeitingu og auka hana eftir þvíi sem á leik leið, allt undir sífelldum áhlaupsáformum skæðasta liðs deildarinnar! Stefan Bonneau var lakastur þeirra átta sem spiluðu; Björn Kristjánsson þeirra bestur, ásamt Jeremy Atkinson; Logi Gunnarsson ankerið og Jóhann Ólafsson mikilvægur í fráköstunum í lokin. Liðheildin hefur verið betri en sigurinn spyr ekki að því. Leikmenn þjöppuðu sér saman, börðust af áfergju í vörn og fráköstum og misstu aldrei sjónar á skipunum þjálfarans. Þessi sigur liðsins eykur víddir þess og sýnir hversu sterk vopn barátta og rétt hugarfar er í íþróttum. „Litla liðið“ vann það stærsta án þess að spila vel; það hlýtur að vera hægt að spinna jákvæðan vef úr því smotteríi fyrir framhaldið. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira
Í gærkvöldi varð ég vitni að undarlegum kappleik og líkt og í þætti af Í ljósaskiptunum (Twilight Zone) þá átti ég bágt með að átta mig hvar í raunheimum ég var staddur. Leikur KR og Njarðvík í Domino‘s-deild karla var vettvangurinn og í hópi bæði sérfræðinga og leikmanna í fræðum boltans voru ekki margir, að leikmönnum gestaliðs undanskildum vissulega og fáeinum glerhörðum stuðningsmönnum, sem höfðu mikla trú á að niðurstaðan yrði sú er varð. Lokatölur urðu 61-72 Njarðvík í vil og þó sú staðreynd sé kannski ekki með öllu ómöguleg að trúa þá aukast einungis ótrúlegheitin þegar sögur af atburðarrásinni er sagðar.Fátt um fína drætti Fyrstu mínútur leiksins bentu til að KR væri vel gírað og ákveðið í sínum aðgerðum; í stöðunni 14-7 um miðjan fyrsta hluta voru heimamenn með nokkra yfirburði. Á meðan Njarðvíkingar gátu ekki keypt sér tvö stig undir körfunni rúllaði sókn heimamanna í vanalegum og áreynslulausum gír, að því er virtist. Þegar Pavel Ermolinski setur síðan fimmtánda stig KR niður úr vítaskoti hófst þurrkatíð sem minnti ekki aðeins á Móse í eyðimörkinni heldur glitti einnig í Jim Morrison á sandöldu í bakgrunninum. Leikmenn KR klikkuðu úr næstu tólf skotum á sex mínútna kafla. Þrátt fyrir góðan stemningsþrist frá Brynjar Björnssyni til að brjóta stífluna náðu KR aðeins að skora fimm til viðbótar en á sama tíma óx gestunum ásmegin í sóknarleik sínum og hálfleikstölur 23-34. Það væri fráleitt að skuldfæra þetta allt á góða vörn andstæðinganna; varnarleikur Njarðvíkur átti sín augnablik vissulega en KR-ingar verða að taka á sig vænan skerf; liðið hitti 10 af 25 skotum og flest þeirra prýðis færi. Vísir/ErnirKrítískar sekúndur í seinni og eftirmálar! Þegar 77 sekúndur voru búnar af seinni hálfleik hafði Pavel tapað þremur boltum; Sigurður Þorvaldsson klikkað úr þriggja stiga skot og byrjunarlið KR fengið á sig fjögur stig! Þarna var grunnurinn að sigri Njarðvíkur lagður að mínu viti, því þó svo að mikið verk hafi verið fyrir höndum, var það á þessum fyrstu mínútum seinni hálfleiks að gestirnir öðluðust sjálfstraustið og skynsemina til að halda sjó og standast í leiðinni mýmargar áhlaupstilraunir heimamanna. Þórir Þorbjarnarson og Snorri Hrafnkelsson komu báðir inn snemma í þriðja fjórðung og næstu augnablik á eftir leit út fyrir að KR væri loks að komast í sinni harða varnargír sem oftast skilar vel auðveldum körfum. Þórir, Snorri og Darri Hilmarsson náðu allir að minnka muninn í átta stig á þessum kafla en aldrei náðu KR að fylgja eftir. Njarðvíkingar hleyptu KR einfaldlega ekkert nær og náðu alltaf að svara með stigum á töfluna og auka forskotið. Staðan eftir þrjá hluta 41-57.Er leikurinn búinn? Í lokafjórðung voru KR-ingar að berjast við sömu vindmyllur og náðu aldrei að kveikja neistann hjá sér. KR vann samt hlutann með fimm stigum en áhlaup þeirra til að komast aftur inní leikinn voru andlaus í besta falli. Njarðvík átti alltaf svör og spilaði af óvæginni skynsemi; leikmenn voru samstilltir í aðgerðum sínum að refsa við rétt tækifæri og svo róa leikinn og stilla upp á hárréttum augnablikum. Þetta reyndist KR um megn að kljást við og þegar 3:46 mínútur voru búnar af fjórða hluta var munurinn kominn í tuttugu stig! Njarðvíkingar stóðust allt sem KR-ingar reyndu að kasta að þeim og gerðu það með stíl sem var þeim prýði. Mörg lið hefðu kiknað undir álaginu og hleypt KR aftur inní leikinn, um það er ég sannfærður.Vísir/ErnirErum við ennþá í ljósaskiptunum? Ekki er vænlegt að hrapa að ályktunum í kjölfarið á þessum furðulega leik. KR eru ennþá frábært lið og Njarðvík er ennþá meðalsterkt lið. Það er hinsvegar margt sem hægt er að rýna í og velta upp. Sem dæmi þá sýndu Njarðvíkingar á sér óvenjulegar hliðar í þessum leik; leikmenn voru mjög samstilltir og náðu að spila af miklu jafnvægi þrátt fyrir að skotnýting liðsins hafi verið með því versta sem sést hefur í sigurleik í vetur, eða 37% heilt yfir. Í þessari staðreynd sést hversu vel undirbúnir leikmenn voru; Daníel Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hafði greinilega búið liðið undir það að geta spilað illa án þess að tapa fókus á markmiðunum því Njarðvík átti klárlega ekki sinn besta dag, hvorki í vörn eða sókn. Njarðvíkingar skulda klárlega einhverjum þakkir fyrir að hitta á KR svona lélegt en þeir mega heldur alls ekki gleyma því að það voru þeir sjálfir sem fundu sig í leiknum, héldu tempóinu og leikskipulagi, ásamt því að standast erfið áhlaup sterkasta byrjunarliðs deildarinnar! Njarðvík var andlega heilt í löskuðum líkama á meðan KR skorti sál, hjarta og orku til þess að gagnast sínum líkama. KR-ingar áttu „þennan leik“ og við hann kannast allir sem hafa spilað sportið; þegar allt liðið er lamað af getu-, orku-og framtaksleysi og ekkert afl getur lagað ástandið; hvorki stemningsþristar eða hraust áhlaup. Ergelsið verður yfirþyrmandi, ekki ósvipað því að liggja milli svefns og vöku, ófær um að hreyfa legg né lim. Ég veit að Finnur fann eitthvað svipað þessu, því ég hef fundið þetta bæði sem leikmaður og þjálfari, og ég skynjaði þetta sem áhorfandi í gær. En eins og Finnur sagði eftir leik, þá vita KR-ingar alveg hvað þeir geta og hvað ekki. Þetta var bara einn af þessum leikjum. Ég hef enga trú á að það þyngist yfir Vesturbænum, ég held að þessi leikur geti haft jákvæð áhrif á liðið til seinni tíma litið því þarna upplifðu leikmenn í hversu djúpum dal þeir geta þurft að dansa í, þrátt fyrir firnasterkt lið. Ég held að flestir leikmenn liðsins hafi fallið í þá gryfju að trúa því ekki fyrr en of seint að þær gætu tapað leiknum; með það djúpt rist í höfðinu að einhvern tíma hlyti „stóra áhlaupið“ að detta í hús. Frábær lið brenna sig sjaldnast tvisvar á sama skörungi og tel ég fullvíst að slen og andleg syfja muni ekki hrjá þetta lið í bráð eftir útreiðina í þessum leik.Einstaklingar og lið Það er klén klisja að tala um að KR hafi spilað sem einstaklingar í leiknum, sem væri þó ákveðin upphafning á leik liðsins. Nei, KR spilaði ekki einu sinni eins og einstaklingar, því engin einstaklingur náði að rísa upp úr skítnum til að skína sem slíkur. Snorri Hrafnkelsson og Sigurður Þorvaldsson voru yfirburðarmenn en langt frá sínu besta. Byrjunarlið KR fær hæstu falleinkunn og er valdur þess að ég var óáttaður lengi vel eftir leik, óviss um hvað hafði í raun gerst. Það er vel hægt að „hafa augu eftirá“ og gagnrýna Finn fyrir að hafa ekki bekkjað lykilmenn fyrr og látið fleiri unga leikmenn spila en honum til varnar þá vil ég meina að hann var jafn varnarlaus í þessari örlagafléttu og leikmennirnir. Ef og hefði eiga ekki við hérna að mínu viti; liðsandi KR mætti ekki til leiks og m.a.s. Þórhallur miðill hefði seint getað sært hann aftur í Vesturbæinn. Hinn hlutinn sem skóp óáttun mína var hvernig Njarðvíkingum tókst að halda þetta út án þess að láta rigna niður þristum í þeim sprengjuáhlaupum sem liðið er þekkt fyrir. Liðið spilaði af röggsemi í erfiðum sóknaraðstæðum og útúr þægindaramma sínum. Varnarleikurinn var heldur ekki frábær en samt náðu menn að halda einbeitingu og auka hana eftir þvíi sem á leik leið, allt undir sífelldum áhlaupsáformum skæðasta liðs deildarinnar! Stefan Bonneau var lakastur þeirra átta sem spiluðu; Björn Kristjánsson þeirra bestur, ásamt Jeremy Atkinson; Logi Gunnarsson ankerið og Jóhann Ólafsson mikilvægur í fráköstunum í lokin. Liðheildin hefur verið betri en sigurinn spyr ekki að því. Leikmenn þjöppuðu sér saman, börðust af áfergju í vörn og fráköstum og misstu aldrei sjónar á skipunum þjálfarans. Þessi sigur liðsins eykur víddir þess og sýnir hversu sterk vopn barátta og rétt hugarfar er í íþróttum. „Litla liðið“ vann það stærsta án þess að spila vel; það hlýtur að vera hægt að spinna jákvæðan vef úr því smotteríi fyrir framhaldið.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36
Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28
Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06