Falleg en myrk og brengluð fantasía Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. nóvember 2016 11:00 Upprunalegt umslag plötunnar, teiknað af George Condo, en það var bannað í sumum búðum. Samtals teiknaði Condo níu mismunandi myndir fyrir umslagið. Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega. Donald Trump Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneakerheads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleikaferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beautiful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verðlaunin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-listanum og seldist í milljón eintökum í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plötunni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með framkomu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verðlaununum og hrifsað hljóðnemann af Taylor Swift sem var að taka þar við verðlaunum. Úr varð þessi plata sem verður að teljast með þeim betri sem hafa komið út í sögu rapptónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunarbeiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spennandi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega.
Donald Trump Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira