Níu ára jólastjarna frá Grindavík: Leið vel þegar Björgvin kom inn í skólastofuna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:30 Nóg er fram undan hjá Guðrúnu Lilju Dagbjartsdóttur, en hún hefur verið valin Jólastjarnan 2016. Fréttablaðið/Ernir „Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni. Grindavík Jólastjarnan Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég bjóst alls ekkert við þessu, það voru hátt í þrjú hundruð myndbönd send inn og stelpurnar tólf sem komust í úrslit voru allar mjög góðar,“ segir Guðrún Lilja Dagbjartsdóttir, níu ára stúlka frá Grindavík, spurð hvort hún hafi búist við því að vera valin Jólastjarnan 2016. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björgvin Halldórsson, Gissur Páll og Jóhanna Guðrún en tólf söngkonur voru boðaðar í prufu í síðasta mánuði, þar sem hver var annarri betri. Guðrún Lilja bar þó sigur úr býtum og mun syngja með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar í Höllinni 10. desember á tíu ára afmælistónleikum Jólagesta Björgvins. Björgvin Halldórsson mætti í Grunnskólann í Grindavík þar sem Guðrúnu var tilkynnt að hún hefði verið valin Jólastjarnan 2016. „Mér leið bara rosalega vel þegar Björgvin og sjónvarpsfólkið komu inn í skólastofuna, þá fattaði ég að ég hefði unnið, svo kom líka fullt af krökkum sem höfðu elt til að sjá hvað væri í gangi,“ segir hún. Fram undan er mikið og stórt ævintýri fyrir Jólastjörnuna, en við taka stífar æfingar fram að tónleikum, þar sem allar tólf söngkonurnar munu koma fram og því þarf að stilla saman strengi fyrir stóru stundina. „Það er fullt að gera núna, ég þarf að læra lagið sem ég ætla að syngja og svo byrja æfingar með hljómsveit 5. desember og þá eru æfingar alla daga fram að tónleikunum,“ segir Guðrún spennt og bætir við að þetta sé frábært tækifæri, og reynsla sem hún er spennt að takast á við. Aðspurð hvaða lag hún ætli að syngja segir Guðrún að enn sé hún að skoða nokkur lög til að velja úr. „Það sem ég veit fyrir víst er að við Friðrik Dór munum syngja saman Jólasveinninn kemur í kvöld.“ Guðrún er þriðja yngst af sjö systkinum, hún stundar nám við Gunnskólann í Grindavík og æfir fimleika, en hvað ætlar hún að verða þegar hún verður stór? „Ég auðvitað elska að syngja og æfi svo fimleika með Fimleikadeild Grindavíkur. Ég æfi líka fótbolta með Grindavík og finnst gaman að dansa og í rauninni allt sem við kemur list. Ég gæti hugsað mér að verða söngkona, leikkona, eða einhvers konar listamaður þegar ég verð stór,“ segir Guðrún. Hér að neðan má sjá myndbandið sem Guðrún sendi inn til að taka þátt í Jólastjörunni.
Grindavík Jólastjarnan Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira