Innlent

Innkalla rækjusamlokur vegna fiskibeina

Samúel Karl Ólason skrifar
mynd/somi.is
Sómi hefur ákveðið að innkalla Sóma Rækjusamlokur, Bónus rækjusamlokur, Júmbó rækjusamlokur, Sóma Rækjusalat og laxa og rækjusalat. Ástæðan er að fiskibein hafa fundist í rækjusamlokum. Ákvörðunin var tekin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.



Innköllunin einskorðast við eftirfarandi vörur

  • Sómi rækjusamloka, nettóþyngd 170 g, pökkunardagsetning 22. nóvember og 23. nóvember, síðasti notkunardagur 25. nóvember og 26. nóvember. Strikamerki 5690597041002
  • Bónus rækjusamloka, nettóþyngd 180 g, pökkunardagsetning 22. nóvember og 23. nóvember, síðasti notkunardagur 25. nóvember og 26. nóvember. Strikamerki 5690596004534
  • Jumbó rækjusamloka, nettóþyngd 170 g, pökkunardagsetning 22. nóvember og 23. nóvember, síðasti notkunardagur 25. nóvember og 26. nóvember. Strikamerki 5690596001014
  • Sómi rækjusalat, nettóþyngd 200 g, pökkunardagsetning 17. nóvember og 22. nóvember, síðasti notkunardagur 24. nóvember og 29. nóvember. Strikamerki 5690596069052
  • Laxa & rækjusalat, nettóþyngd 200 g, pökkunardagsetning 17. nóvember og 22. nóvember, síðasti notkunardagur 24. nóvember og 29. nóvember. Strikamerki 5690596069045
Neytendum sem hafa keypt umræddar vörur er bent á að borða þær ekki í varúðarskyni. Hægt er að skila þeim í verslanir þar sem þær voru keyptar eða til Sóma, Gilsbúð 9. Garðabæ á milli klukkan 8-16 á virkum dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×