Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:00 Þröstur er mikill áhugamaður um mat og bakar og eldar mikið fyrir jólin. Hann veit fátt betra en að fara í jólapeysu, smella Bing Crosby jólaplötunni á plötuspilarann, gera heitt súkkulaði og baka. ERNIR Þröstur Sigurðsson veit fátt betra en að fara í jólapeysu, smella Bing Crosby jólaplötunni í plötuspilarann, gera heitt súkkulaði og baka. Hann segir jólin vera tíma sem allir reyna að vera góðir við alla og sjálfur vill hann helst halda sem flest jólaboð, fá fólk í heimsókn og fá að dekra aðeins við þá sem honum þykir vænst um. Það er þessi mánuður fyrir jól sem mér þykir vænst um, gamla klisjan um að þetta snúist ekki alltaf um áfangastað heldur ferðalagið á vel við hér.“ Það skemmtilegasta við jólin segir Þröstur vera samveruna með þeim sem honum þykir vænst um. „Ég hef líka mjög gaman af því að fara í bæinn og bara rölta um og fylgjast með fólki, fá mér gott að borða og spjalla við alls konar fólk,“ segir hann. Aðspurður hvort hann haldi í hefðir og geri alltaf einhverja ákveðna hluti fyrir jólin nefnir hann að hann verði alltaf að horfa á jólabíómyndir og þætti. „Ég á gott safn af myndum og hef safnað saman jólaþáttum úr flestum sjónvarpsseríum frá því ég var krakki og reyni að skipuleggja þannig að það sé uppbygging í þessu. Christmas Vacation er svo alltaf á Þorláksmessukvöld þegar ég er búinn að bóna bílinn minn. Ég veit að þetta hljómar eins og ákveðin bilun en ég hef gaman af þessu jólastressi, ég umfaðma það. Göngutúr í snjónum í Heiðmörk, helst með kyndil, sumarbústaðarferð og að baka nokkrar sortir af smákökum, sem ég reyni að gefa frá mér, er eitthvað sem ég verð að gera fyrir hver jól.“ Ostakökufylltu jarðarberin sem Þröstur gefur uppskrift að eru falleg og myndræn. Auk þess eru þau einföld í framleiðslu og bragðgóð. Þröstur er mikill mataráhugamaður sem brasar mikið í eldhúsinu og sýnir svo afraksturinn á matarbloggi sínu, Töddi brasar. Hann reynir að vera duglegur að festast ekki of mikið í því sama en segir jólin auðvitað vera tíma hefða. „En á hverju ári kemur upp eitthvað nýtt, aðstæður breytast og þá þarf maður að aðlagast. Ég á ekki fjölskyldu sjálfur þannig að í ár ætla ég að vera erlendis um jólin í fyrsta skiptið, ég ætla í sjálfskipaða útlegð til Marrakech í Marokkó fyrir jólin en vera svo á jóladag hjá systur minni sem býr í Bretlandi. Það verður áhugavert að kynnast marokkóskri matargerð, ég geri ráð fyrir að ég muni vita allt um hummus, döðlur og fíkjur þegar ég kem til baka, eitthvað sem ég mun klárlega skrifa um,“ útskýrir Þröstur. Ostakökufylltu jarðarberin sem Þröstur gefur hér uppskrift að eru að hans sögn falleg og myndræn. „Svo eru þau ofur einföld í framleiðslu en bragðast guðdómlega. Þetta er réttur sem er frábær á eftir góðri jólamáltíð. Ég gúgla mjög oft svona óhefðbundnar uppskriftir og er mikill áhugamaður um skemmtilega smárétti. Einhvers staðar rambaði ég inn á ostakökufyllt jarðarber en hvernig kremið er gert og það að setja hvítt súkkulaði og silfurperlur er bara úr sælgætisgerðar-höfði mínu.“ Þröstur hefur gert nokkrar útgáfur af ostakökufylltum jarðarberjum en þetta er jólaútgáfan. Ostakökufyllt jarðarberStór jarðaber (Ég nota Driscol jarðarber, þar sem þau eru bragðgóð og aðeins sætari en venjulegu jarðaberin sem eru risastór og frekar bragðlaus. Rjómaostur Vanillubúðingsduft (Mjólk eða vanilludropar eftir smekk) Hvítt súkkulaði SilfurperlurAðferð:Hatturinn er skorinn af jarðarberjunum og kjarninn tekinn úr. Rjómaosturinn er svo hrærður við búðingsduftið og ef það er of þykkt er hægt að þynna kremið með smá mjólkur/rjómaslettu eða vanilludropum, allt eftir því hversu bragðsterkt kremið á að vera, mér finnst best að smakka mig áfram. Kreminu er svo sprautað eða komið fyrir í kjarnanum á jarðaberinu, hatturinn settur á aftur og svo í smá stund í ísskáp, eða rétt á meðan maður bræðir hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði. Síðan er súkkulaðinu seytlað yfir og svo silfurkúlum sáldrað yfir. Afskaplega sjónrænt og bragðgott. Eftirréttir Jólamatur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól Byrjaði allt með einni jólaseríu frá Ameríku Jól Baksýnisspegillinn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Jólin í Kattholti Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól
Þröstur Sigurðsson veit fátt betra en að fara í jólapeysu, smella Bing Crosby jólaplötunni í plötuspilarann, gera heitt súkkulaði og baka. Hann segir jólin vera tíma sem allir reyna að vera góðir við alla og sjálfur vill hann helst halda sem flest jólaboð, fá fólk í heimsókn og fá að dekra aðeins við þá sem honum þykir vænst um. Það er þessi mánuður fyrir jól sem mér þykir vænst um, gamla klisjan um að þetta snúist ekki alltaf um áfangastað heldur ferðalagið á vel við hér.“ Það skemmtilegasta við jólin segir Þröstur vera samveruna með þeim sem honum þykir vænst um. „Ég hef líka mjög gaman af því að fara í bæinn og bara rölta um og fylgjast með fólki, fá mér gott að borða og spjalla við alls konar fólk,“ segir hann. Aðspurður hvort hann haldi í hefðir og geri alltaf einhverja ákveðna hluti fyrir jólin nefnir hann að hann verði alltaf að horfa á jólabíómyndir og þætti. „Ég á gott safn af myndum og hef safnað saman jólaþáttum úr flestum sjónvarpsseríum frá því ég var krakki og reyni að skipuleggja þannig að það sé uppbygging í þessu. Christmas Vacation er svo alltaf á Þorláksmessukvöld þegar ég er búinn að bóna bílinn minn. Ég veit að þetta hljómar eins og ákveðin bilun en ég hef gaman af þessu jólastressi, ég umfaðma það. Göngutúr í snjónum í Heiðmörk, helst með kyndil, sumarbústaðarferð og að baka nokkrar sortir af smákökum, sem ég reyni að gefa frá mér, er eitthvað sem ég verð að gera fyrir hver jól.“ Ostakökufylltu jarðarberin sem Þröstur gefur uppskrift að eru falleg og myndræn. Auk þess eru þau einföld í framleiðslu og bragðgóð. Þröstur er mikill mataráhugamaður sem brasar mikið í eldhúsinu og sýnir svo afraksturinn á matarbloggi sínu, Töddi brasar. Hann reynir að vera duglegur að festast ekki of mikið í því sama en segir jólin auðvitað vera tíma hefða. „En á hverju ári kemur upp eitthvað nýtt, aðstæður breytast og þá þarf maður að aðlagast. Ég á ekki fjölskyldu sjálfur þannig að í ár ætla ég að vera erlendis um jólin í fyrsta skiptið, ég ætla í sjálfskipaða útlegð til Marrakech í Marokkó fyrir jólin en vera svo á jóladag hjá systur minni sem býr í Bretlandi. Það verður áhugavert að kynnast marokkóskri matargerð, ég geri ráð fyrir að ég muni vita allt um hummus, döðlur og fíkjur þegar ég kem til baka, eitthvað sem ég mun klárlega skrifa um,“ útskýrir Þröstur. Ostakökufylltu jarðarberin sem Þröstur gefur hér uppskrift að eru að hans sögn falleg og myndræn. „Svo eru þau ofur einföld í framleiðslu en bragðast guðdómlega. Þetta er réttur sem er frábær á eftir góðri jólamáltíð. Ég gúgla mjög oft svona óhefðbundnar uppskriftir og er mikill áhugamaður um skemmtilega smárétti. Einhvers staðar rambaði ég inn á ostakökufyllt jarðarber en hvernig kremið er gert og það að setja hvítt súkkulaði og silfurperlur er bara úr sælgætisgerðar-höfði mínu.“ Þröstur hefur gert nokkrar útgáfur af ostakökufylltum jarðarberjum en þetta er jólaútgáfan. Ostakökufyllt jarðarberStór jarðaber (Ég nota Driscol jarðarber, þar sem þau eru bragðgóð og aðeins sætari en venjulegu jarðaberin sem eru risastór og frekar bragðlaus. Rjómaostur Vanillubúðingsduft (Mjólk eða vanilludropar eftir smekk) Hvítt súkkulaði SilfurperlurAðferð:Hatturinn er skorinn af jarðarberjunum og kjarninn tekinn úr. Rjómaosturinn er svo hrærður við búðingsduftið og ef það er of þykkt er hægt að þynna kremið með smá mjólkur/rjómaslettu eða vanilludropum, allt eftir því hversu bragðsterkt kremið á að vera, mér finnst best að smakka mig áfram. Kreminu er svo sprautað eða komið fyrir í kjarnanum á jarðaberinu, hatturinn settur á aftur og svo í smá stund í ísskáp, eða rétt á meðan maður bræðir hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði. Síðan er súkkulaðinu seytlað yfir og svo silfurkúlum sáldrað yfir. Afskaplega sjónrænt og bragðgott.
Eftirréttir Jólamatur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Borða með góðri samvisku Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól Byrjaði allt með einni jólaseríu frá Ameríku Jól Baksýnisspegillinn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Jólin í Kattholti Jól Siggakökur - Gömul og góð uppskrift frá 1947 Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól