Þakkargjörð í sól og hita Elín Albertsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 11:00 María býr í Arizona í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni og dóttur. Þau verða með Thanksgiving-hátíðarmat í kvöld. Vinkona hennar frá Íslandi er í heimsókn og fær að upplifa veisluna. Einnig íslenskur vinur sem er í doktorsnámi í Arizona. MYNDIR/EINKASAFN María Ólafsdóttir býr í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni og dóttur. Hún ætlar að elda kalkún í kvöld á Þakkargjörðarhátíðinni. María segir að Bandaríkjamenn séu í óða önn að jólaskreyta enda á allt að vera fínt á þessum degi. Í Arizona er sól og hiti allan ársins hring enda eyðimörk. „Maður horfir á pálmatré, kaktusa og sundlaugina í garðinum út um gluggann. Það er þess vegna ekkert sértaklega jólalegt,“ segir María. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég elda sjálf þakkargjörðarmáltíð. Síðustu tvö ár höfum við borðað með vinum okkar, svokallað „Friendsgiving“ sem er vinsælt hjá fólki sem fer ekki til fjölskyldunnar á þessum degi. Árið þar á undan vorum við hjá tengdaforeldrum mínum í Connecticut og þar fékk ég að upplifa ekta ameríska Thanksgiving. „Ég ætla að elda kalkún í kvöld en ég hef aldrei gert það áður. Það verður spennandi að sjá hvernig það mun heppnast,“ segir hún.Bandaríkjamenn leggja mikið upp úr glæsilegum fyllingum í kalkúninn. Þessa mynd tók María í fyrra þegar hún fór í „Friendsgiving“ í Arizona.Horft á boltann Undanfarna daga hefur verið mikil örtröð í verslunum, enda fólk að kaupa kalkún og allar þær kræsingar sem fylgja. „Maðurinn minn, David Milo, er hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður og er vanur svakalegri kalkúnafyllingu þannig að pressan er mikil,“ segir María og hlær. „Ég ætla að vera með sætkartöflumús, waldorf-salat, maísbaunir, blómkálsgratín og sveppasósu. Svo verð ég með ekta ameríska böku, eða ég baka íslenska tertu sem er alltaf best. Stór partur af þessum degi hjá Bandaríkjamönnum er að horfa á ameríska fótboltann,“ segir hún. „Jólastemningin hefst síðan fyrir alvöru á morgun. Bandaríkjamenn eru mjög duglegir að skreyta hjá sér.“Íslenskar hnallþórur leika í höndum Maríu sem útbjó þessar fyrir veisluna í fyrra. Sjálfsagt verður eitthvað svipað á borðum í kvöld.Svo kemur Black Friday María segir að í Arizona búi margir Íslendingar. „Við erum 20 konur í saumaklúbbi og hittumst einu sinni í mánuði í sunnudagsbröns. Það kom mér eiginlega á óvart hversu margir landar mínir eru hér. Á morgun er síðan Black Friday en sá dagur er eiginlega rosalegur. Mörg fyrirtæki eru þegar byrjuð með Black Friday útsölur til að traffíkin dreifist. Sumar fjölskyldur borða matinn snemma á Thanksgiving og fara síðan að versla. Sjálf nenni ég ekki í troðninginn en það er hægt að gera mjög góð kaup, sérstaklega á stærri tækjum,“ segir María. „Ég finn mikið fyrir því þegar ég kem heim til Íslands hvað allt er orðið dýrt þar,“ segir María en þau hjónin ætla að halda íslensk jól að þessu sinni. „Maðurinn minn er alinn upp við íslensk/bandarísk jól, tók bæði upp pakka á aðfangadag og jóladagsmorgun. Hann fékk alltaf íslenskan jólamat ásamt þeim ameríska. Svo fékk hann líka í skóinn þannig að allir foreldrar í hverfinu og í skólanum þurftu líka að gefa sínum börnum í skóinn. Við ætlum að vera á Íslandi núna á jólunum og fá góðan mömmumat, hann er alltaf bestur.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin
María Ólafsdóttir býr í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni og dóttur. Hún ætlar að elda kalkún í kvöld á Þakkargjörðarhátíðinni. María segir að Bandaríkjamenn séu í óða önn að jólaskreyta enda á allt að vera fínt á þessum degi. Í Arizona er sól og hiti allan ársins hring enda eyðimörk. „Maður horfir á pálmatré, kaktusa og sundlaugina í garðinum út um gluggann. Það er þess vegna ekkert sértaklega jólalegt,“ segir María. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég elda sjálf þakkargjörðarmáltíð. Síðustu tvö ár höfum við borðað með vinum okkar, svokallað „Friendsgiving“ sem er vinsælt hjá fólki sem fer ekki til fjölskyldunnar á þessum degi. Árið þar á undan vorum við hjá tengdaforeldrum mínum í Connecticut og þar fékk ég að upplifa ekta ameríska Thanksgiving. „Ég ætla að elda kalkún í kvöld en ég hef aldrei gert það áður. Það verður spennandi að sjá hvernig það mun heppnast,“ segir hún.Bandaríkjamenn leggja mikið upp úr glæsilegum fyllingum í kalkúninn. Þessa mynd tók María í fyrra þegar hún fór í „Friendsgiving“ í Arizona.Horft á boltann Undanfarna daga hefur verið mikil örtröð í verslunum, enda fólk að kaupa kalkún og allar þær kræsingar sem fylgja. „Maðurinn minn, David Milo, er hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður og er vanur svakalegri kalkúnafyllingu þannig að pressan er mikil,“ segir María og hlær. „Ég ætla að vera með sætkartöflumús, waldorf-salat, maísbaunir, blómkálsgratín og sveppasósu. Svo verð ég með ekta ameríska böku, eða ég baka íslenska tertu sem er alltaf best. Stór partur af þessum degi hjá Bandaríkjamönnum er að horfa á ameríska fótboltann,“ segir hún. „Jólastemningin hefst síðan fyrir alvöru á morgun. Bandaríkjamenn eru mjög duglegir að skreyta hjá sér.“Íslenskar hnallþórur leika í höndum Maríu sem útbjó þessar fyrir veisluna í fyrra. Sjálfsagt verður eitthvað svipað á borðum í kvöld.Svo kemur Black Friday María segir að í Arizona búi margir Íslendingar. „Við erum 20 konur í saumaklúbbi og hittumst einu sinni í mánuði í sunnudagsbröns. Það kom mér eiginlega á óvart hversu margir landar mínir eru hér. Á morgun er síðan Black Friday en sá dagur er eiginlega rosalegur. Mörg fyrirtæki eru þegar byrjuð með Black Friday útsölur til að traffíkin dreifist. Sumar fjölskyldur borða matinn snemma á Thanksgiving og fara síðan að versla. Sjálf nenni ég ekki í troðninginn en það er hægt að gera mjög góð kaup, sérstaklega á stærri tækjum,“ segir María. „Ég finn mikið fyrir því þegar ég kem heim til Íslands hvað allt er orðið dýrt þar,“ segir María en þau hjónin ætla að halda íslensk jól að þessu sinni. „Maðurinn minn er alinn upp við íslensk/bandarísk jól, tók bæði upp pakka á aðfangadag og jóladagsmorgun. Hann fékk alltaf íslenskan jólamat ásamt þeim ameríska. Svo fékk hann líka í skóinn þannig að allir foreldrar í hverfinu og í skólanum þurftu líka að gefa sínum börnum í skóinn. Við ætlum að vera á Íslandi núna á jólunum og fá góðan mömmumat, hann er alltaf bestur.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóla-aspassúpa Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin