Viskíframleiðsla Snævars við það að verða að veruleika: Hópfjármagnar lokasprettinn Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Stefnt er að því að koma Sall Whisky á markað árið 2021. Mynd/Aðsend Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur. Íslenskur bjór Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Snævar Njáll Albertsson er meðal þeirra sem standa að baki Sall Whisky, viskíframleiðslu í Danmörku. Snævar er annar af tveimur rekstrarstjórum fyrirtækisins og sér einnig um samskipti. Sjö menn standa saman að baki Sall Whisky og koma þeir úr mismunandi geirum, en einn þeirra er bóndi. „Við erum að vinna okkar eigið bygg frá grunni. Við ræktum það á akri bara nokkra kílómetra frá bænum okkar og sjáum um að sá fræjum, rækta og vinna úr bygginu. Oft er bygg ræktað einhvers staðar, svo flutt til Þýskalands þar sem það er maltað ásamt byggi af mörgum ökrum og þá er upphaflega bragðið horfið. Við viljum varðveita það,“ segir Snævar.Ólíkt mörgum öðrum viskíframleiðendum rækta Sall Whisky strákarnir eigið bygg og vinna það til enda til að varðveita bragðið.Mynd/Lars OlsenBrugghúsið er það fyrsta sinnar tegundar á Jótlandi en öll varan er lífræn og lagt upp úr því að nota hráefni frá svæðinu. Stefnt er að því að reisa verksmiðju í mars á næsta ári, setja upp búnað í september og hefja framleiðslu í desember á næsta ári. Viskíið verður svo geymt á tunnum frá 2018 til 2021. „Við stefnum að því að byrja að framleiða í lok haustsins 2017. Viskí er náttúrulega bara eimaður sterkur bjór og er alltaf sett á tunnu í að minnsta kosti þrjú ár. Það er því stefnt að því að þetta verði tilbúið fyrir markaðinn árið 2021,“ segir Snævar. Síðasta skrefið í að fjármagna framleiðsluna er hópfjármögnun á síðunni Indiegogo. Mánuður er eftir af hópfjármögnuninni og hafa nú þegar safnast um 11.900 dollara, eða um 1,3 milljónir króna. Það eru 30 prósent af fjármagninu sem þörf er á. „Hópfjármögnunin hjálpar okkur alveg gífurlega, við höfum möguleika á að fá lán í gegnum bankann þannig að ef við náum ekki markmiðinu með söfnuninni getum við þó haldið áfram. Bankinn er mjög jákvæður fyrir þessu verkefni hjá okkur, en sú leið er aðeins erfiðari fyrir okkur,“ segir Snævar. Stefnt er að alþjóðlegri sölu. „Við erum ekki búin að klára neina samninga, en við stefnum á sölu á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum árið 2022.“Hér má kynna sér hópfjármögnunina betur.
Íslenskur bjór Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira