Innlent

Kanna hvort blys hafi verið stjörnuhrap

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/ANton
Tilkynning barst um klukkan hálf níu í morgun vegna þess að mögulegt neyðarblys hefði sést á lofti, bæði frá Rifi og Hellissandi á Snæfellsnesi. Nærliggjandi skip og bátar voru beðnir um að kanna svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang sem og TF-LIF.

Þar að auki var óskað eftir eftir því að björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Rifi og Ólafsvík færu til leitar.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgun hafa engar upplýsingar borist um að einhvers sé saknað og ekki er staðfest að um neyðarblys hafi verið að ræða. Meðal annars er verið að kanna hvort mögulega hafi geta verið um stjörnuhrap að ræða.

Landhelgisgæslan mun þó áfram leita af sér allan grun með aðstoð nærliggjandi báta og Landsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×