Innlent

Meiri síld en fyrir verkfall

Svavar Hávarðsson skrifar
Venus NS fékk góða veiði strax eftir verkfall.
Venus NS fékk góða veiði strax eftir verkfall. Mynd/HBGrandi
Fyrsti síldaraflinn eftir sjómannaverkfall barst til Vopnafjarðar í gær. Venus NS, skip HB Granda, landaði 1.200 tonnum sem fengust vestur af Faxaflóa.

Í viðtali við skipstjórann á Venusi, Róbert Axelsson, á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að mun meira af síld var að sjá á miðunum núna en var dagana fyrir verkfall.

„Við fundum þokkalegar torfur sem voru að skila góðum afla ef við hittum rétt á þær,“ segir Róbert. Venus var fyrst á miðin, eftir að verkfalli lauk, ásamt áhöfnum Bjarna Ólafssonar AK og Jónu Eðvalds SF.

Róbert segir að veðrið á miðunum hafi ekki verið upp á það besta til að byrja með. Síldin er mjög væn eða um 340 grömm að jafnaði.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×