Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stóra eftirsjáin að bjóða ekki góða nótt

Sóley Eiríksdóttir var ellefu ára þegar snjóflóðið féll á Flateyri árið 1995 og 20 fórust  - þar á meðal 19 ára systir hennar.

Sóley lá undir snjófargi í tæpar níu klukkustundir áður en henni var bjargað. Hún segir stóru eftirsjána að bjóða systur sinni ekki góða nótt - þessa nótt sem öllu breytti.

Í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld ræðir Edda Andrésdóttir við Sóleyju og Helgu Guðrúnu Johnson – en saman skrifuðu þær átakanlega sögu Sóleyjar, fólksins hennar og byggðarinnar á Flateyri, fyrir og eftir flóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×