Innlent

Játaði sök í umfangsmiklu fíkniefnasmyglmáli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Innflutningurinn teygði sig frá Íslandi, til Amsterdam og Brasilíu en einnig var notast við póstsendingu frá Kína.
Innflutningurinn teygði sig frá Íslandi, til Amsterdam og Brasilíu en einnig var notast við póstsendingu frá Kína. vísir
Einn af alls níu sakborningum í umfangsmiklu fíkniefna- og sterasmyglmáli játaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Einn játaði brot sitt að hluta og fjórir neituðu að öllu leyti. Þá tóku tveir sér frest fram í næstu viku til þess að taka afstöðu til málsins og einn mætti ekki í dómsal. Þetta staðfestir ákæruvaldið í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá.

Um er að ræða meint smygl á miklu magni af sterum og um fjórum kílóum af kókaíni ýmist frá Amsterdam, Brasilíu og Kína. Átta karlmenn og ein kona eru ákærð í málinu, og er ákæran í sex liðum.

Brotin áttu sér stað á árinum 2014 og 2015. Sex ákærðu eru sökuð um að hafa smyglað um 150 kílóum af kókaíni frá Amsterdam til Íslands. Þá eru fjórir ákærðir fyrir að hafa fjármagnað og skipulagt smygl á fjórum kílóum af kókaíni frá Brasilíu og tveir fyrir að hafa smyglað um hálfu kílói af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. Þrír þeirra eru ákærðir fyrir stórfellt sterasmygl til landsins.

Fólkið er meðal annars sagt hafa bókað flugmiða til þess að verða sér úti um gjaldeyri. Með honum hafi þau keypt MDMA, flutt það til Brasilíu og notað það til þess að kaupa kókaín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×