Innlent

Mikill eldsvoði á Snæfellsnesi

Gissur Sigurðsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Allt slökkvilið Borgarbyggðar ásamt slökkviliðum af öllu Snæfellsnesi og frá Akranesi, berjast nú við mikinn eld í tveimur stórum fiskþurkunarhúsum að bænum Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi, skammt frá Vegamótum.

Flutningabílstjóri, sem átti leið framhjá bænum laust fyrir klukkan fimm í nótt, sá hverskyns var og lét neyðarlínuna þegar vita.

Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð er nú lögð ofur áhersla á að verja stærsta húsið og stóran ammoniaksgeymi, sem stendur við það en umfangsmikil fiskþurkun er rekin í húsunum.

Enginn búskapur er lengur á bænum og því engar skepnur í hættu og íbúðarhúsið stendur nokkuð frá vinnsluhúsunum. Að sögn Bjarna er þegar ljóst að um stórtjón er að ræða, en hversu mikið það er, kemur ekki í ljós fyrr en að slökkvistarfi loknu. Ekkert er vitað um orsakir eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×