Innlent

Varað við vegum á Austurlandi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Blæðing í slitlagi.
Blæðing í slitlagi. vísir/pjetur
Vegagerðin hefur varað við efni sem brotnar upp úr slitlagi á vegum á Austurlandi.

„Vegfarendur á milli Egilsstaða og Norðfjarðar eru varaðir við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geta verið varasamir, sérstaklega er varað við kaflanum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar,“ segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Mikilvægt sé að draga úr hraða þegar bílar mætast. „Skoðið dekkin áður en haldið er í langferð og hreinsið með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×