Enski boltinn

Mourinho vill fá fleiri mörk frá Rooney

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rooney hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu hjá Mourinho.
Rooney hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu hjá Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, vill að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, skori fleiri mörk.

Rooney hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni frá því í 1-3 sigrinum á Bournemouth í 1. umferðinni og er aðeins kominn með þrjú mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

„Sem sóknarmaður skorar Rooney vanalega meira. Við viljum fá fleiri mörk frá honum, sem og öðrum í liðinu,“ sagði Mourinho eftir 0-2 sigur Man Utd á Zorya Luhansk í Evrópudeildinni í gær.

Man Utd hefur aðeins skorað 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Mourinho vill sjá sína menn vera duglegri að koma boltanum í mark andstæðinganna.

„Zlatan er búinn að vera duglegur að skora, sem er eðlilegt þar sem hann er okkar aðalframherji. En við viljum fá fleiri mörk frá hinum sóknarmönnunum í okkar liði,“ sagði Mourinho.

Man Utd er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 14 umferðir. Liðið fær Tottenham í heimsókn á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Ég var vandamálið en ekki Mourinho

Armeninn Henrikh Mkhitaryan hefur ekki beint labbað inn í byrjunarliðið hjá Manchester United eftir að félagið keypti hann frá Dortmund í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×