Subaru Forester besti sportjeppinn að mati bílablaðamanna í Kanada Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2016 10:06 Subaru Forester í sínu rétta umhverfi. Samtök bílablaðamanna í Kanada kusu í vikunni nýjan Subaru Forester besta sportjeppann (2017 Best Compact Utility Vehicle) og sigraði hann m.a. Ford Escape, Kia Sportage og Toyota RAV4 í sínum flokki eftir margvíslegar profanir sem stóðu yfir í fjóra daga. Prófanirnar fóru fram í október þar sem níutíu kanadískir blaðamenn reyndu bílana í bílabrautinni Canadian Tire Motorsport Park í Clarington í Ontario. Prófunum var skipt í níu flokka þar sem ekið var á ólíku undirlagi, allt frá bestu skilyrðum hraðbrautarundirlags til torfærra og illfærra slóða til að finna við hversu fjölhæfar aðstæður kaupendur geta notað bílana. Þá var einnig mælt hversu vel hljóðeinangraðir bílarnir eru, þungir, sparneytnir og snarpir úr kyrrstöðu svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent
Samtök bílablaðamanna í Kanada kusu í vikunni nýjan Subaru Forester besta sportjeppann (2017 Best Compact Utility Vehicle) og sigraði hann m.a. Ford Escape, Kia Sportage og Toyota RAV4 í sínum flokki eftir margvíslegar profanir sem stóðu yfir í fjóra daga. Prófanirnar fóru fram í október þar sem níutíu kanadískir blaðamenn reyndu bílana í bílabrautinni Canadian Tire Motorsport Park í Clarington í Ontario. Prófunum var skipt í níu flokka þar sem ekið var á ólíku undirlagi, allt frá bestu skilyrðum hraðbrautarundirlags til torfærra og illfærra slóða til að finna við hversu fjölhæfar aðstæður kaupendur geta notað bílana. Þá var einnig mælt hversu vel hljóðeinangraðir bílarnir eru, þungir, sparneytnir og snarpir úr kyrrstöðu svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent