Prada skorar lágt á rannsókn um nauðungarvinnu Ritstjórn skrifar 9. desember 2016 12:30 Reglulega eru tískumerki gagnrýnd harðlega fyrir að láta framleiða fötin sín við skilyrði sem eru ekki mannsæmandi. Hvort sem það eru vinnuskilyrðin, launin, vinnutímarnir, barnaþrælkun eða allt þetta saman. Í nýrri könnun frá KnowTheChain sem rannsakar nauðungarvinnu innan tískubransans. Þar kom margt á óvart, eins og að ódýrar fatakeðjur á borð við H&M og Gap komu mun betur út heldur en tískuhúsið Prada, sem selur rándýrar leðurtöskur og föt. Adidas, Gap, H&M og Lululemon voru á meðal þeirra sem fengu hæstu einkunn. Á meðan var Kering og Prada á botninum en Kering á tískuhús á borð við Gucci og Saint Laurent. Þrátt fyrir að ódýrari fatamerkin séu að koma vel út úr þessari könnun þá þýðir ekki að þau séu alveg saklaus. KnowTheChain leit aðeins á takmarkaða þætti og segja að enn sé mikið um nauðungarvinnu hjá H&M og öðrum. Það sem er þó sláandi að svoleiðis vinnuafl sé að finna hjá lúxus fyrirtækjunum þar sem viðskiptavinir borga háar upphæðir fyrir vörur í góðri trú um að þær séu framleiddar við góð skilyrði. Mest lesið Khloe Kardashian sló heimsmet með gallabuxunum sínum Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Er Beyonce að fara að eignast stráka? Glamour Fullkomið fyrir íslenskt veðurfar Glamour Mesti töffari rauða dregilsins Glamour Fullkomið Airwaves hár Glamour Hætt saman eftir 5 ára samband Glamour Samfestingar og síðkjólar á CFDA Glamour Næring fyrir átökin Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour
Reglulega eru tískumerki gagnrýnd harðlega fyrir að láta framleiða fötin sín við skilyrði sem eru ekki mannsæmandi. Hvort sem það eru vinnuskilyrðin, launin, vinnutímarnir, barnaþrælkun eða allt þetta saman. Í nýrri könnun frá KnowTheChain sem rannsakar nauðungarvinnu innan tískubransans. Þar kom margt á óvart, eins og að ódýrar fatakeðjur á borð við H&M og Gap komu mun betur út heldur en tískuhúsið Prada, sem selur rándýrar leðurtöskur og föt. Adidas, Gap, H&M og Lululemon voru á meðal þeirra sem fengu hæstu einkunn. Á meðan var Kering og Prada á botninum en Kering á tískuhús á borð við Gucci og Saint Laurent. Þrátt fyrir að ódýrari fatamerkin séu að koma vel út úr þessari könnun þá þýðir ekki að þau séu alveg saklaus. KnowTheChain leit aðeins á takmarkaða þætti og segja að enn sé mikið um nauðungarvinnu hjá H&M og öðrum. Það sem er þó sláandi að svoleiðis vinnuafl sé að finna hjá lúxus fyrirtækjunum þar sem viðskiptavinir borga háar upphæðir fyrir vörur í góðri trú um að þær séu framleiddar við góð skilyrði.
Mest lesið Khloe Kardashian sló heimsmet með gallabuxunum sínum Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Er Beyonce að fara að eignast stráka? Glamour Fullkomið fyrir íslenskt veðurfar Glamour Mesti töffari rauða dregilsins Glamour Fullkomið Airwaves hár Glamour Hætt saman eftir 5 ára samband Glamour Samfestingar og síðkjólar á CFDA Glamour Næring fyrir átökin Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour