Hrafnhildur og Bryndís báðar í undanúrslit | Svona gekk þetta fyrir sig á HM í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2016 13:24 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Anton/Ernir Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig. Sund Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma. Bæði Bryndís Rún Hansen og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í undanrásunum í dag. Þetta verður annað undanúrslitasund Hrafnhildar á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði tólfta besta tímanum í 100 metra fjórsundi þegar hún synti á 1:00,79 sekúndum og var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í greininni. Hrafnhildur var 10/100 frá Íslandsmetinu sínu. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 27. sæti í sama sundi. Bryndís Rún Hansen synti 50 metra flugsund á 26,22 sekúndum og bætti þar með Íslandsmet sitt í greininni sem var 26,70 sekúndur.Hún hafnaði í fimmtánda sæti en alls komust sextán keppendur áfram í undanúrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Bryndísi hefst klukkan 00.15 í nótt en þar komast átta bestu keppendurnir áfram í úrslitin. Keppni í undanúrslitum hjá Hrafnhildi fer fram klukkan 00.36 í nótt og þar er líka barist um átta sæti. Viktor Máni Vilbergsson varð í 32. sæti af 63 sundmönnum í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:14,52 mínútum. Aron Örn Stefánsson varð í 55. sæti í 50 m skriðsundi þegar hann synti á 22,87 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson synti 50 metra baksund á 25,24 sekúndum og endaði í 40. sæti. Kristinn Þórarinsson synti sömu grein á 25,27 sekúndum og endaði 41. sæti í greininni en 86 sundmenn reyndu með sér í 50 metra baksundinu. Kristinn Þórarinsson synti einnig 100 metra fjórsund og kom í mark á 55,12 sekúndum sem skilaði honum 33. sætinu af 87 keppendum. Viktor Máni Vilbergsson synti 100 metra fjórsund á 56,79 sekúndum sem er bæting á hans besta tíma og skilaði honum 44. sætinu. Loks syndi blandaða sveitin 4x50 metra fjórsund og endaði þar í 16. sæti. Sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Bryndís Rún Hansen og Aron Örn Stefánsson. Íslenska sveitin setti nýtt landsmet með því að klára á 1:43,84 mínútum. Fyrra landsmetið í greininni var sett á HM í Doha árið 2014. Það var 1:46,56 mín. og í sveitinni þá voru þau Eygló Ósk, Hrafnhildur, Daníel Hannes Pálsson og Davíð Hildiberg.Hér fyrir neðan má sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig.
Sund Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira