Jólaeftirréttur: Sindri eins og viðvaningur í eldhúsinu og Eva Laufey þurfti að hafa sig alla við Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2016 12:30 Sindri Sindrason, fréttaþulur og dagskrárgerðamaður, er þekktur fyrir margt annað en að kunna til verka í eldhúsinu. Eva Laufey Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur, gerði heiðarlega tilraun til þess að kenna honum að gera ótrúlega einfaldan jóla-eftirrétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudagskvöldið 2. desember. Eva varð að leiðbeina Sindra í gegnum hvert einasta smáatriði og það við gerð eftirréttar sem átti að vera lauflétt að bera fram. Hér að neðan má sjá ítarlega uppskrift frá Evu og hér að ofan má sjá myndband hvernig til tókst hjá þeim.Piparkökuskyrkaka með saltkaramellusósuBotn200 g piparkökur 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og maukið, hellið smjörinu saman við og maukið svolítið lengur. Skiptið piparkökubotninum í litlar skálar/glös eða þrýstið kexblöndunni í form. (gott að nota 20x20 cm lausbotna smelluform)Fylling300 g vanilluskyr 250 ml rjómi 2 – 3 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Skiptið skyrblöndunni í glös eða í eitt stórt kökuform. Endurtakið leikinn með piparkökumulninginn og setjið svo aðeins meira af skyrblöndunni yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í 2 – 3 klst eða yfir nótt. Berið kökuna fram með æðislegri saltkaramellusósu.Saltkaramellusósa200 g sykur 2 msk smjör ½ – 1 dl rjómi ½ tsk sjávarsalt Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni yfir kökuna. Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Piparkökur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun
Sindri Sindrason, fréttaþulur og dagskrárgerðamaður, er þekktur fyrir margt annað en að kunna til verka í eldhúsinu. Eva Laufey Hermannsdóttir, sjónvarpskokkur, gerði heiðarlega tilraun til þess að kenna honum að gera ótrúlega einfaldan jóla-eftirrétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudagskvöldið 2. desember. Eva varð að leiðbeina Sindra í gegnum hvert einasta smáatriði og það við gerð eftirréttar sem átti að vera lauflétt að bera fram. Hér að neðan má sjá ítarlega uppskrift frá Evu og hér að ofan má sjá myndband hvernig til tókst hjá þeim.Piparkökuskyrkaka með saltkaramellusósuBotn200 g piparkökur 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og maukið, hellið smjörinu saman við og maukið svolítið lengur. Skiptið piparkökubotninum í litlar skálar/glös eða þrýstið kexblöndunni í form. (gott að nota 20x20 cm lausbotna smelluform)Fylling300 g vanilluskyr 250 ml rjómi 2 – 3 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Skiptið skyrblöndunni í glös eða í eitt stórt kökuform. Endurtakið leikinn með piparkökumulninginn og setjið svo aðeins meira af skyrblöndunni yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í 2 – 3 klst eða yfir nótt. Berið kökuna fram með æðislegri saltkaramellusósu.Saltkaramellusósa200 g sykur 2 msk smjör ½ – 1 dl rjómi ½ tsk sjávarsalt Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Leyfið sósunni að kólna alveg áður en þið hellið henni yfir kökuna.
Eftirréttir Eva Laufey Jólamatur Piparkökur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun