París, Madrid, Aþena og Mexico City banna dísilbíla árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 10:45 Mengun í París. Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent
Í mörgum borgum heimsins eru uppi áform um að banna dísilbíla með öllu og nú hafa borgarstjórnir fjögurra höfuðborga heimsins tilkynnt um blátt bann við þeim árið 2025. Það eru París, Madrid, Aþena og Mexico City og lýstu því yfir á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Mexico City í vikunni. Sömu áform eru uppi í Hollandi og því gætu dísilbílar einnig verið bannaðir þar með öllu á sama tíma. Á ráðstefnunni voru bílaframleiðendur heims hvattir til að hætta framleiðslu dísilbíla fyrir árið 2025. Talið er að milljónir manns deyi á ári hverju í heiminum af völdum mengunar frá bílum og víða í þéttbýlum borgum heims er ástandið grafalvarlegt. Mengun dísilbíla er miklu meiri en af bensínbílum vegna sótmengunar þeirra (NOx) og vaxandi krafa er um að dísilbílum verði útrýmt. En það gerist þó ekki snarhendis og því er mikilvægt að hafa tímasetta markmiðasetningu um brotthvarf þeirra og það hafa borgarstjórnir þessara fjögurra borga nú gert.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent