Nýr Opel Insignia Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 10:30 Ný kynslóð Opel Insignia. Náðst hafa myndir af nýrri kynslóð Opel Insignia en til stendur hjá Opel að sýna bílinn fyrst almenningi á bílasýningunni í Genf í mars. Hjá Opel stendur reyndar til að birta fyrstu myndir af bílnum í þessum mánuði en við tökum hér forskot á sæluna. Þetta er aðeins önnur kynslóð þessa bíls en sú fyrsta þótti vel heppnuð og einstaklega fallega teiknuð. Það var því vandasamt verk að hanna næstu kynslóð svo vel líki en á myndunum að dæma eru hönnuðir Opel þess fullfærir. Ekki fer hjá því að þessi nýja Insignia beri nokkurn svip af Mazda6 bílnum, sem og nýjum Kia Optima, sem báðir þykja mjög fallegir bílar. Bæði “sedan”-útfærsla bílsins og langbakurinn sjást hér í OPC-sportútfærslu á 20 tommu felgum og eru þeir fyrir vikið æði sportlegir. Til stendur að setja þessa aðra kynslóð Insignia á markað fyrir mitt næsta ár. Bíllinn nú er 5,5 cm lengri en forverinn og með 9,2 cm lengra á milli öxla og færir það meira fótarými fyrir aftursætisfarþega. Þrátt fyrir að önnur kynslóð Insignia sé stærri en sú fyrsta mun bíllinn léttast um allt að 175 kíló, allt eftir því í hvaða útfærslu um er að ræða.Og "sedan"-útfærslan. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent
Náðst hafa myndir af nýrri kynslóð Opel Insignia en til stendur hjá Opel að sýna bílinn fyrst almenningi á bílasýningunni í Genf í mars. Hjá Opel stendur reyndar til að birta fyrstu myndir af bílnum í þessum mánuði en við tökum hér forskot á sæluna. Þetta er aðeins önnur kynslóð þessa bíls en sú fyrsta þótti vel heppnuð og einstaklega fallega teiknuð. Það var því vandasamt verk að hanna næstu kynslóð svo vel líki en á myndunum að dæma eru hönnuðir Opel þess fullfærir. Ekki fer hjá því að þessi nýja Insignia beri nokkurn svip af Mazda6 bílnum, sem og nýjum Kia Optima, sem báðir þykja mjög fallegir bílar. Bæði “sedan”-útfærsla bílsins og langbakurinn sjást hér í OPC-sportútfærslu á 20 tommu felgum og eru þeir fyrir vikið æði sportlegir. Til stendur að setja þessa aðra kynslóð Insignia á markað fyrir mitt næsta ár. Bíllinn nú er 5,5 cm lengri en forverinn og með 9,2 cm lengra á milli öxla og færir það meira fótarými fyrir aftursætisfarþega. Þrátt fyrir að önnur kynslóð Insignia sé stærri en sú fyrsta mun bíllinn léttast um allt að 175 kíló, allt eftir því í hvaða útfærslu um er að ræða.Og "sedan"-útfærslan.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent