VW e-Golf úr 133 í 200 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 09:21 Volkswagen e-Golf rafmagnsbíllinn. Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent
Volkswagen kynnti nýja útgáfu e-Golf á bílasýningunni LA Auto Show á dögunum og fer þar bæði langdrægari og aflmeiri bíll en forverinn. Drægnin fer úr 133 km í 200 og aflið fer úr 115 hestöflum í 134. Það dugar e-Golf til að taka sprettinn í hundraðið á 9,6 sekúndum og batnar sá tími um 1 sekúndu. Hámarkshraði bílsins nú er 150 km/klst. Lithium-ion rafhlöðurnar í bílnum eru nú 35,8 kWh en voru 24,2 kWh áður. Hægt er að fullhlaða nýja bílinn á 6 klukkustundum. Volkswagen hefur lítillega breytt 2017 árgerðinni af Golf bílnum og nær sú breyting einnig til e-Golf. Bíllinn er kominn með LED-ljós að framan og aftan og ýmiss tæknibúnaður í bílnum er nýr og innréttingin uppfærð og kominn nokkuð stærri aðgerðarskjár í bílinn. Fjöldaframleiðsla á nýjum e-Golf hefst nú í desember og fyrstu bílarnir ættu að vera komnir á markað í janúar á næsta ári.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent