Bresku tískuverðlaunin fóru fram í gær með pompi og prakt í Royal Albert Hall í London í gærkvöldi. Þar komu saman helstu stjörnur og hönnuðir tískubransans til þess að gera upp ansi skrautlegt ár í tískuheiminum.
Gigi Hadid var valin fyrirsæta ársins sem kom eflaust fáum á óvart. Alessandro Michele, yfirhönnuður Gucci, vann verðlaun sem alþjóðlegur skartgripahönnuður ársins. Ralph Lauren hlaut heiðursverðlaun kvöldsins en Alexander McQueen, undir stjórn Sarah Burton, var valið tískumerki ársins.
Demna Gvasalia vann tvö verðlaun. Annars vegar fyrir hönd Vetements, merkisins sem hann stofnaði sjálfur og er orðið eitt það eftirsóttasta í tískuheiminum, sem 'Urban' hátísku merki og hins vegar sem alþjóðlegur fatahönnuður ársins fyrir Balenciaga, en hann tók við stjórn tískuhússins á seinasta ári.
Glamour