Frá upphafi hefur Givenchy aðeins gefið út föt fyrir konur og karla en núna munu þau fylgja í fótspor Stella McCartney, Moschino og Kenzo og hanna föt á börn. Ricardo Tisci, sem er yfirhönnuður Givenchy, verður listrænn stjórnandi línunnar.
Í gegnum tíðina hefur Givenchy sent frægum skjólstæðingum föt fyrir börnin þeirra en þá hafa fötin verið sérstaklega gerð fyrir þann tilgang. Nú mun almenningur geta klætt börnin sín í Givenchy en verðmiðinn verður eflaust afar hár.