Ég er tilbúin Berglind Pétursdóttir skrifar 5. desember 2016 09:45 Það er ekki vika liðin af desember en ég læt það ekki stöðva mig. Ég er komin í svo mikið jólaskap að ég er vægast sagt við það að tryllast. Jólatréð er komið upp í stofunni og ég er að gæla við að falda einhverjar sætar jólagardínur og skella þeim upp í vikunni. Jólagjafainnkaupin voru kláruð á netinu eina niðdimma nóvembernótt og ég bíð þess nú að pósturinn negli þeim inn um dyrnar svo ég geti pakkað þeim inn, drukkið kakó og hlustað á Þú komst með jólin til mín þúsund sinnum í röð. Þetta er frekar óvenjuleg hegðun af minni hálfu, er venjulega týpan sem gleðst svosem yfir jólabjór en fussar yfir jólalögunum á Bylgjunni og hendir jólatrénu í sturtu rétt um fimmleytið á aðfangadag. Ég er bara svo ótrúlega tilbúin í einhverja fáránlega glaðlega stemningu akkúrat núna. Ekki fleiri Brúnegg, ekki meiri pólitík. Það er bara hreinlega ekki í boði að röfla um stjórnarmyndunarumboð meðan maður biður félagana að þrýsta fingrinum létt á borðann þar sem slaufur eru hnýttar utan um persónulegar gjafir til ættingja og vina. Það gengur bara ekki upp. Einu umræðurnar sem ég mun taka þátt í næstu vikurnar snúa að sörubakstri og hvort það eigi að vera kaffi í kreminu. Ég hvet lesendur til að fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér í jólagleðinni í ár. Verum létt. Bindið mig niður með jólaseríu. Rúllið mér inn í glanspappír. Festið á mig sogskálarnar sem eiga að festa seríurnar í gluggana en losna alltaf af glerinu. Keyrið mig í kóka-kóla lest á næstu Siggu Beinteins tónleika. Jólin mega koma. Komið, jól, og takið mig. Ég er reiðubúin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Það er ekki vika liðin af desember en ég læt það ekki stöðva mig. Ég er komin í svo mikið jólaskap að ég er vægast sagt við það að tryllast. Jólatréð er komið upp í stofunni og ég er að gæla við að falda einhverjar sætar jólagardínur og skella þeim upp í vikunni. Jólagjafainnkaupin voru kláruð á netinu eina niðdimma nóvembernótt og ég bíð þess nú að pósturinn negli þeim inn um dyrnar svo ég geti pakkað þeim inn, drukkið kakó og hlustað á Þú komst með jólin til mín þúsund sinnum í röð. Þetta er frekar óvenjuleg hegðun af minni hálfu, er venjulega týpan sem gleðst svosem yfir jólabjór en fussar yfir jólalögunum á Bylgjunni og hendir jólatrénu í sturtu rétt um fimmleytið á aðfangadag. Ég er bara svo ótrúlega tilbúin í einhverja fáránlega glaðlega stemningu akkúrat núna. Ekki fleiri Brúnegg, ekki meiri pólitík. Það er bara hreinlega ekki í boði að röfla um stjórnarmyndunarumboð meðan maður biður félagana að þrýsta fingrinum létt á borðann þar sem slaufur eru hnýttar utan um persónulegar gjafir til ættingja og vina. Það gengur bara ekki upp. Einu umræðurnar sem ég mun taka þátt í næstu vikurnar snúa að sörubakstri og hvort það eigi að vera kaffi í kreminu. Ég hvet lesendur til að fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér í jólagleðinni í ár. Verum létt. Bindið mig niður með jólaseríu. Rúllið mér inn í glanspappír. Festið á mig sogskálarnar sem eiga að festa seríurnar í gluggana en losna alltaf af glerinu. Keyrið mig í kóka-kóla lest á næstu Siggu Beinteins tónleika. Jólin mega koma. Komið, jól, og takið mig. Ég er reiðubúin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun